Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þrír fyrrverandi borgarstjórar minnast gleðigjafans í eldhúsinu: Fallegur í öllum samskiptum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snorri Steinþórsson matreiðslumaður fæddist í Reykjavík þann 27. maí 1951. Hann lést þann 2. febrúar 2021. Snorri starfaði sem kokkur um árabil í Ráðhúsi Reykjavíkur. Snorri kvæntist árið 1973 Jónu Helgu Jónsdóttur og eignuðust þau dótturina Dröfn Rozas en hún starfar við kvikmyndagerð í Los Angeles og á Íslandi.

Snorri er lýst sem manni sem alltaf var með bros á vör og blik í auga. Þá tjá þrír fyrrverandi borgarstjórar sig um glaðværa kokkinn í borginni sem lagði sig fallega fram í öllum störfum og samskiptum.

Snorri hóf nám í matreiðslu árið 1968 og kom víða við á farsælum ferli. Árið 1985 var Snorri ráðinn forstöðumaður mötuneytis borgarskrifstofanna. Vann Snorri þar til starfsloka 2016. Þá gegndi hann ýmsum margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir Oddfellow stúkuna og þar með talið sem yfirmeistari hennar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri á árunum 1994 til 2003 fyrir Samfylkinguna birti falleg skrif á Facebook, þar sem hún minnist Snorra, bæði sem starfsmanns en fyrst og fremst vinar sem sá til þess að fólk fengi einnig andlega næringu líka. Ingibjörg segir:

„Snorri kom til starfa í Austurstrætinu fljótlega eftir að ég var kosin í borgarstjórn og tókust þá strax með okkur góð kynni. Samstarf okkur varð svo enn meira þegar ég var borgarstjóri á árunum 1994-2003. Hann var glaðbeittur og uppörvandi og góður félagi í hópi starfsmanna Ráðhússins.“

- Auglýsing -

Ingibjörg lýsir Snorra sem glaðlyndum kokki sem hafi verið einstaklega geðgóður.

„Í lífi Snorra voru tvær konur sem hann mat öllum öðrum meira og það voru þær Helga kona hans og svo Dröfn dóttir hans sem var að sniglast í kringum hann í eldhúsinu frá unga aldri. Þær hafa misst mikið en eiga góðan sjóð minninga til að ganga í. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ segir Ingibjörg.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir var borgarstjóri árin 2004 til 2006. Hún segir um Snorra:

- Auglýsing -

„Snorri var einstakt gæðablóð. Síðast þegar við hittumst í útför Gunnu Ö minnti hann mig á að hann skírði samloku í höfuðið á mér „Steinunn Valdís“ – sérstaklega gerð fyrir þig, sagði hann og brosti blítt.“

„Augljóst hvað skipti mestu í hans lífi, hamingju og gleði“

Hanna Birna Kristjándóttir var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2002 til 2013. Þá gegndi hún embætti borgarstjóra í tvö ár, frá 2008 til 2010. Hanna Birna segir Snorra hafa verið einstakan, ljúfan og glaðlyndan. Hann hafi verið vandaður maður sem lagði sig fallega fram í öllum störfum og samskiptum. Hann Birna segir:

„Það var alltaf uppörvandi og ánægjulegt að hitta hann í Ráðhúsinu og iðulega barst þá talið að fjölskyldu hans, konu og dóttur, sem hann ræddi um af svo miklum kærleika og hlýju að það var augljóst hvað skipti mestu í hans lífi, hamingju og gleði. Innilegar samúðarkveðjur til allra sem þekktu og sakna þessa góða manns“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -