Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Þrír menn handteknir vegna líkamsárásar í Vesturbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír menn voru handteknir í Vesturbænum í gærkvöldi, grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Bifreið var stöðvuð við Snorrabraur í gærkvöldi. Ökumaðurinn var grunaður um  akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum. Þá var hann grunaður um misnotkun á skráninganúmerum og vörslu fíkniefna. Önnur bifreið var stöðvuð í Kópavogi í nótt. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Bifhjól var stöðvað á Reykjanesbraut eftir hraðamælingu. Mældist hraðinn 119 kílómetrar á klukkustund. Löglegur hraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Afskipti voru höfð af ungum manni í heimahúsi í Árbænum. Hann var grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Þá voru fíkniefninn haldlögð á vettvangi. Maður var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi. Einnig grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Það var ítrekað búið að tilkynna um manninn vera að fara í ólæstar bifreiðar. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bílskúr í Breiðholti í nótt. Þar var þvingaður upp gluggi og farið inn.  Tilkynnandi kom að manninum og reyndi að stöðva för hans en þá dró maðurinn upp hníf og ógnaði tilkynnanda með honum. Maðurinn komst síðan burt á Vespu og fannst ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -