Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þrír Píratar boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu: „Ég fékk hótanir þegar ég var þingmaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, var kallaður til skýrslutöku síðastliðinn miðvikudag sem vitni í tengslum við hryðjuverkarannsókn lögreglunnar. Þá var Smári McCarthy, sem er fyrrverandi þingmaður Pírata, einnig kallaður í skýrslutöku.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Samkvæmt heimildum RÚV var Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi formaður þingflokks Pírata, einnig boðaður til skýrslutöku.

Allir þrír, Björn Leví, Smári og Helgi Hrafn, voru til umræðu hjá þeim tveimur mönnum sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um hryðjuverkaárás sem átti að hafa verið í bígerð.

Helgi Hrafn Gunnarsson.

Björn Leví upplýsti skrifstofu Alþingis um skýrslutökuna; kveðst ekki hafa upplýsingar um að fleiri þingmenn hafi verið boðaðir í skýrslutöku. Björn segir að fyrir hann hafi verið lögð samskipti af samskiptaforritinu Signal, en hann vildi ekki fara nánar út í einstaka þætti þar sem leyfa verði rannsókninni að hafa sinn eðlilega gang.

Björn segir þetta ekki koma á óvart sé mið tekið af því hvað fólk láti út úr sér á samfélagsmiðlum sem og í athugasemdakerfum.

Smári segir líkt og Björn að hann hafi verið spurður út í samskipti mannanna á Signal; vildi eðlilega ekki gefa frekari upplýsingar sem gætu spillt fyrir rannsókn lögreglu; segir þó það ekki gerast á hverjum degi að fólk sé kallað til skýrslutöku í tengslum við slíka rannsókn; bætir við að hótanir séu ekki óalgengar:

- Auglýsing -

„Ég fékk hótanir þegar ég var þingmaður og þótt þær hafi langflestar verið innihaldslausar þá var samt ein þess eðlis að ég tilkynnti hana til lögreglu.“

Fram kom í dag að Landsréttur stytti gæsluvarðhald sem og einangrun yfir grunuðu mönnunum tveimur; verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til föstudags.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -