Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þrír starfsmenn hættir á Sælukoti: „Við erum ákveðin í að láta þetta mál ekki stoppa okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Samstaða er um að halda áfram því góða starfi sem unnið er í Sælukoti og halda þeirri framþróun til streitu sem á áætlun er og erum við ákveðin í að láta þetta mál ekki stoppa okkur,“ segir í tölvupósti frá stjórn leikskólans Sælukots til foreldra barna þann 16. nóvember síðastliðinn.

Leikskólinn hefur fengið mikla umfjöllun síðustu daga eftir að bréf frá fyrrum starfsfólki og aðstandendum barna við leikskólann barst yfirvöldum.

Mannlíf hefur fjallað um mál leikskólans frá því í september á þessu ári.

Í bréfinu til yfirvalda koma fram sláandi frásagnir starfsfólks og foreldra barna þar sem á lýsingum má dæma að vanræksla og brot á rétti starfsmanna hafi verð látin viðgangast árum saman.

Hafa nú þrír starfsmenn sagt upp störfum við leikskólann Sælukot en kemur það fram í tölvupóstinum til foreldra.

Í tölvupóstinum er það sagt mikilvægt að þau standi saman og haldi áfram að sinna starfinu með börnunum og tryggja að þau séu hamingjusöm og örugg á leikskólanum.

- Auglýsing -

Hvergi í tölvupóstinum má finna afsökunarbeiðni sem beinist að þeim sem stigu fram og sögðu sína reynslu, hvorki til foreldra né fyrrum starfsfólks. Þá segist stjórnin ekki ætla að láta þetta mál stoppa sig þrátt fyrir að um sé að ræða mikinn fjölda mála.

Í samtali við Mannlíf í gær var María Ösp Ómarsdóttir leikskólastýra spurð út í afstöðu þeirra og viðbrögð við alvarlegum atvikum og frásögnum. Sagði María það ekki vera fókusinn:

„Okkar viðbrögð eru náttúrulega þau að við erum bara að hugsa um okkar starfsfólk, og okkar fjölskyldur sem að er fólkið sem skiptir okkur mestu máli nákvæmlega núna.“

- Auglýsing -

Sagði hún að viðbrögð við bréfinu væri ekki aðalfókusinn hjá þeim að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -