- Auglýsing -
Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára slösuðust alvarlega í bílslysinu fyrr í dag á Suðurlandi. Einn fullorðinn einstaklingur slasaðist einnig alvarlega.
Börnin voru flutt með með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16, ásamt fullorðnum einstaklingi sem einnig lenti í slysinu, en slapp án teljandi meiðsla.
Fullorðni einstaklingurinn sem slasaðist alvarlega og tveir aðrir sem eru minna slasaðir voru fluttir með annarri þyrlu gæslunnar eftir klukkan 16.
Slysið varð við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi.