2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þrjú handtekin í nótt vegna líkamsárása

Tilkynnt var um líkamsárás í gærkvöldi. Árásaraðilar voru tveir menn. Þeir fóru á brott í bifreið en voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Skömmu eftir sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á heimili í Laugardal. Um tvær konur var að ræða. Árásarþoli var fluttur á slysadeild með sár á höfði og árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku á sjötta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósastaur. Engin slasaðist. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt. Tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um svipað umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðar ók á ljósastaur en slapp við meiðsl. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt af Króki.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum. Ein bifreiðanna reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið á níunda tímanum í gærkvöldi. Brotin rúða og stolið myndavél, linsum, og ýmsum búnaði frá erlendum ferðamönnum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is