Þú getur sparað ríflega 70 þúsund á þyrluflugi að gosinu – Vísitölufjölskyldan rukkuð um 230.000

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Munurinn á dýrasta þyrlusætinu og því ódýrasta er tæp 47 prósent. Fjölskyldan getur þannig sparað sér 72.600 krónur.

Mannlíf athugaði verð á þyrlusæti í þeim tilgangi að berja gosið í Geldingadal augum. Norðurflug er með ódýrasta sætið og býður börnum þar að auki 25 prósent afslátt. Það munaði einungis 100 krónum á Norðurflugi og Helo, en ef fjölskyldan ætlar saman þá er það afslátturinn hjá Norðurflugi, sem gerir gæfumuninn. Dýrasta sætið er hjá Volcano heli á 57.000 krónur.

Kostnaður fyrir fjölskyldu

Ef hjón með tvö börn (2 til 12 ára) ætla að skella sér að sjá gosið. Kostar það hjá Norðurflugi 155.400 krónur. Fjölskyldan þyrfti að borga 178.000 krónur hjá Helo og hjá Volcano heli myndi það kosta hana 228.000 krónur. Þannig að það er 47 prósent munur á lægsta og hæsta verðinu.

 

Verð hjá fyrirtækjunum þrem:

Norðurflug: Sætið á 44.400 krónur og börn á aldrinum 2 til 12 ára fá 25 prósent afslátt.

Helo: Sætið á 44.500 krónur fyrir alla.

Volcano heli: Sætið á 57.000 krónur fyrir alla.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -