- Auglýsing -
Fólk er hvatt til þess að hafa varann á í dag og fara varlega en hálka gæti verið á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla varaði við hálkunni í gærkvöldi eftir að veturinn gerði svo sannarlega vart við sig þegar tók að snjóa upp úr hádegi.
Lögreglu hafa borist fyrirspurnir er varða ökutæki og dagladekk. Sam kvæmt reglum er enn óheimilt að setja nagladekkin undir en lögreglan mun líta undan í ljósi aðstæðna og ekki hafa afskipti af bifreiðum á nagladekkjum.