Á fundi Mannanafnanefndar þann 12.október síðastliðinn hafnaði nefndin þó nokkrum nöfnum og samþykkti enn fleiri.
Eiginnafninu Hel var hafnað og millinöfnunum Thunderbird og Street.
Eiginnöfnin sem voru samþykkt voru eftirfarandi:
Skúa, Rosemarie, Dýrlaug, Hunter, Kateri, Varði, Úrsúley, Ói, Elika, Kristan, Elliott, Kristóbert, Zion, Arne, Kalli og Annarósa.
Samþykkt millinafn var nafnið Ármúla.
Hel merkir í Íslenskri orðabók „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði eða „ríki dauðra, bani, dauði‘“. Nafninu var hafnað á þeim forsendum.
Thunderbird og Street uppfylla ekki skilyrði um millinöfn og eru ekki dregin af íslenskum orðstofni.