Miðvikudagur 29. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

Þurfa að sanna að kjötið sé ekki smitað af kampýlóbakter

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Töluverðar breytingar urðu á reglum um innflutning á ferskum kjötvörum um áramótin. Innflytjendur þurfa nú meðal annars að sýna fram á að að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter og ekki er lengur gerð krafa um frystiskyldu á fersku kjöti.

Þá tóku viðbótartryggingar gildi sem þýðir að með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklingakjöti og kalkúnakjöti þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.

Í reglugerð um vöktun á kampýlóbakter í alifuglum og alifuglakjöti segir að ófrystar eða óhitameðhöndlaðar sláturafurðir alifugla á markaði skulu vera af alifuglum þar sem staðfest hefur verið með sýnatöku í eldishópi á eldistímanum eða sláturhópi við slátrun, að ekki hafi greinst kampýlóbakter í viðkomandi hópi. Eldissýni sem notað er til grundvallar má ekki vera eldra en fimm daga gamalt fyrir slátrun. Að öðrum kosti skulu liggja fyrir rannsóknarniðurstöður úr við­kom­andi afurðum þar sem staðfest hefur verið að ekki hafi greinst kampýlóbakter í viðkomandi framleiðslulotu. Rannsóknarniðurstöður skulu liggja fyrir áður en sláturafurðum er dreift á markaði.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna breytinga á reglum, þær má skoða hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -