Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Til læknis tvisvar á dag, með tilheyrandi sársauka bæði líkamlegum og fjárhagslegum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það fylgir því ákveðið andlegt álag að vita til þess að þú sért mögulega að fara að missa útlim,“ segir Héðinn Svarfdal, veitingamaður og fararstjóri á Kosta Ríka, sem lenti nýverið í alvarlegu mótorhjólaslysi, sem kostaði hann næstum hægri fótlegginn.

„Sennilega hef ég verið í losti, því að ég hefði átt að vita miklu betur en að fara að sofa eftir þetta slys, eins og ekkert væri.“

Héðinn býr með fjölskyldu sinni á Kosta Ríka þar sem þau reka veitingastaðinn Xanadu í Guanacaste-héraði. Í lok síðustu viku fór öryggiskerfi staðarins í gang og eftir að hafa upplifað nokkur innbrot á stuttum tíma þorði Héðinn ekki annað en að bregðast skjótt við og kanna málið. Hann rauk því af stað að heiman á mótorhjóli en í krappri beygju á leiðinni skaust stór eðla í veg fyrir hjólið þannig að Héðinn snarhemlaði og sveigði fram hjá henni. Við það missti hann stjórn á hjólinu og endaði úti í vegkanti með hjólið ofan á sér. Meiðslin sem hann hlaut voru það alvarleg að síðar óttuðust læknar að fjarlægja þyrfti annan fótinn.

Mætti sárkvalinn í vinnuna

Hann segist sem betur fer hafa náð að komast undan hjólinu og koma því í gang. „Mér þótti nokkuð merkilegt að hjólið fór næstum strax í gang og ég gat haldið ferðinni áfram á veitingastaðinn. Þar kom í ljós að dauð rafhlaða í einum skynjaranum hafði orðið til þess að kerfið fór í gang og ég gat því snúið aftur heim þar sem fjölskyldan tók hissa á móti mér.“

Héðinn fékk slæm brunasár eftir hljóðkút hjólsins og að auki hafði hluti hjólsins skorist inn í hægri fót svo hann var sárkvalinn. Þrátt fyrir það mætti hann í vinnuna næsta dag eins og ekkert hefði ískorist og datt ekki í hug að leita sér aðhlynningar.

„Sennilega hef ég verið í losti, því að ég hefði átt að vita miklu betur en að fara að sofa eftir þetta slys, eins og ekkert væri. Hvað þá að mæta bara í vinnuna næsta dag. „Nei, þetta er bara smáhnjask,“ svaraði ég bara þegar starfsfólkið spurði hvort ég væri ekki þjáður.“

- Auglýsing -

Að lokum var sársaukinn hins vegar orðinn það óbærilegur að Héðinn leitaði á sjúkrahús. „Ég ákvað að drífa mig þar sem sýking var augljóslega að myndast í hægri fætinum með tilheyrandi sársauka. Þar fékk ég óaðfinnanlega þjónustu en var sagt að ég myndi hugsanlega missa hann. Á endanum komst ég í hendur sérfræðings og þá kom í ljós að ég myndi halda fætinum, en sýkingin væri alvarleg og meðferð bráðnauðsynleg.“

Héðinn og fjölskylda opnuðu veitingastaðinn Xanadu í febrúar.

Hreyfigetan eykst, sársaukinn minnkar

Héðinn fær sérstaka sárameðferð vegna slyssins og hefur þurft á lyfjagjöf að halda.

- Auglýsing -

„Ég fer til læknis tvisvar á dag með tilheyrandi sársauka, bæði líkamlegum og fjárhagslegum. En það má ekki vanmeta hversu mikil forréttindi það eru að búa í landi þar sem heilbrigðisþjónusta er bæði aðgengileg og góð. Nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel.“

Héðinn segir sársaukann minnka jafnt og þétt á meðan hreyfigeta eykst. „Ég er farinn að geta gengið um, án mikilla kvala, og er allur að koma til.“ Hann segir að hann muni þó seint gleyma því að hann hafi næstum misst annan fótinn. „Næst verður farið hægar á milli staða, þó um hugsanlegt innbrot sé að ræða, enda skiptir heilsan auðvitað mun meira máli en veraldlegir hlutir. Maður lifir líka víst bara einu sinni og svona atvik hjálpa að minna mann á það sem skiptir raunverulega máli í lífinu.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -