Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

„Tilefnið er samskipti fréttastjórans við undirmann sem ekki uppfylla faglegar kröfur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kennarinn og bloggarinn Páll Vilhjálmsson skrifar um RÚV í nýjum pistli á bloggsíðu sinni. Hann gefur ýmislegt í skyn varðandi innanbúðarmál á RÚV og vegur harkalega að útvarpsstjóra og fréttastjóra stofnunarinnar með ásökunum um brot á siðareglum.

„Stefán Eiríksson útvarpsstjóri leitar til gamalreyndra fréttamanna að leysa vanda vegna Heiðars Arnar Sigurvinssonar fréttastjóra. Málið er það heitt að aðeins innvígðum er treyst að höndla með efnisatriði. Nöfn Arnars Páls Haukssonar og Brodda Broddasonar eru nefnd í ráðgjafahlutverki. Báðir fyrrum fréttamenn RÚV.“

Bloggarinn bætir við:

„Heiðar Örn sést lítið á skjánum síðustu vikurnar. Tilefnið er samskipti fréttastjórans við undirmann sem ekki uppfylla faglegar kröfur. Inn í málið blandast stöðuveiting innan RÚV, ófagleg að sama skapi. Heiðar Örn var beggja vegna borðsins og aðeins öðru megin í hlutverki fréttastjóra.

Fyrir er Stefán útvarpsstjóri með á sinni könnu byrlunar- og símastuldsmálið. Lögreglurannsókn stendur yfir. Allt bendir til að miðstöð skipulags á byrlun og gagnastuldi sé á Efstaleiti.

Þrír starfsmenn, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan og Þóra Arnórsdóttir hafa með sviplegum hætti látið af störfum eftir að lögreglurannsókn hófst.“

- Auglýsing -

Nefnir að „Heiðar Örn tók við stöðu fréttastjóra eftir að Rakel hætti. Fréttastjórinn hefur komið fram fyrir hönd RÚV sem siðapostuli. Hann gagnrýndi að Samherji nýtti sér efni frá RÚV, sagði ljótt að stela. Þá gat Heiðar Örn sér orð fyrir siðferðisgreiningu á afsökunarbeiðni Samherja. Eftirvænting ríkir eftir stílnum á afsökun fréttastjóra.“

Páll spyr líka:

„Spurt verður hvort yfirmenn á ríkisfjölmiðlinum séu hafnir yfir það stíga til hliðar er mál skipast með þeim hætti að staða þeirra sé óverjandi. Gömlu fjölmiðlakempurnar Arnar Páll og Broddi munu hafa verið kallaðir til skrafs og ráðagerða í máli Heiðars Arnar.

- Auglýsing -

Í byrlunar- og símastuldsmálinu nýtti Stefán sér almannatengla af ætt utanbúðarmanna. Í þessu máli þykir það ekki óhætt. Innanbúðarfólki er betur treystandi í Heiðarsmálum Arnar sem á með öllum ráðum að halda innan veggja ríkisfjölmiðilsins og láta ekki fréttast. Til þessa hefur ekkert ratað í fréttir. Enginn fjölmiðill fjallar um næst heitasta fréttamálið á eftir byrlunar- og símastuldsmálinu.“

Hann lýkur færslu sinni á þessum orðum:

„RÚV er risinn á fjölmiðlamarkaði. Blaðamenn sem styggja yfirvaldið eiga á hættu atvinnubann á Efstaleiti. Það skerðir afkomumöguleika. Útvarpsstjóri er í verulegri klípu. Um áramót rennur út samstarfssamningur RÚV og ríkisins. Stefán situr uppi með sakborninga og afhjúpaðan siðapostula þegar hann sest að samningaborðinu andspænis Lilju ráðherra í haust. Verði Stefán enn útvarpsstjóri.“

Mannlíf hefur sent Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra fyrirspurn varðandi umrædda stöðuveitingu á Akureyri. Áður hafði Stefán þvertekið fyrir það að fréttastjórinn hefði verið sendur í leyfi vegna umræddrar stöðuveitingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -