• Orðrómur

Tilgangurinn að skapa rými fyrir konur í bransanum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

RVK Feminist Film Festival er ný alþjóðleg kvikmyndahátíð sem verður haldin í Reykjavík 16. – 19. janúar 2020. Hátíðin verður haldin í Bíó Paradís, Icelandair Hótel Marina og Norræna húsinu.

Tilgangur RVK Feminist Film Festival er að gera kvenkyns leikstjóra sýnilegri og á hátíðinni verða einungis sýndar kvikmyndir eftir kvenkyns leikstjóra.

„Með hátíðinni langar okkur að skapa rými fyrir konur í kvikmyndabransanum til að tengjast, hvetja til umræðna og samvinnu og koma kvikmyndum eftir kvenleikstjóra meira á framfæri. Auka kynjajafnrétti í kvikmyndaheiminum nær og fjær. Sjá fleiri sögur um konur, eftir konur með kvenpersónum. Ungar kvikmyndagerðarkonur í dag þurfa fyrirmyndir í bransanum og er þessi hátíð mikilvægur liður í þeirri þróun,“ er haft eftir Maríu Leu Ævarsdóttur, hátíðarstjóra og stofnanda RVK Feminist Film Festival í tilkynningu.

- Auglýsing -

María Lea er hátíðarstjóri
RVK Feminist Film Festival.

Á laugardaginn verður sérstakur viðburður haldinn á Icelandair Hótel Marina á milli kl. 17 og 20. Þar verður hátíðin kynnt nánar.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -