2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna fyrir viðtal við ekkju plastbarkaþegans

Ragnheiður Linnet, blaðakona Mannlífs, er tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna fyrir viðtal ársins vegna viðtals hennar við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans, Andemariam Beyene.

Ragnheiður Linnet.

Í viðtalinu segir Merhawit frá aðdraganda ígræðslunnar og hvernig líf fjölskyldunnar umturnaðist eftir plastbarkamálið svokallaða sem er eitt af helstu hneykslismálum í læknavísindum síðustu áratugi.

Ragnheiður fylgdi málinu eftir og fjallaði síðar um það að Merhawit fær ekki greiddar bætur vegna málsins. „Þetta er mér næstum ofviða ofan á allt sem hefur gengið á. Ef Andemariam hefði farist í bílslysi, hefði allt verið mun auðveldara. Þá hefðu hlutirnir legið fyrir, en þetta mál hefur elt mig í fimm ár og ætlar engan enda að taka. Ég get ekki lýst því hvað ég er vonsvikin,“ sagði Merhawit.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni: Ekkja plastbarkaþegans rýfur þögnina

AUGLÝSING


Sjá einnig: Ekkja plastbarkaþegans fær ekki greiddar bætur

Sjá einnig: Plastbarkamálið: Paolo Macchiarini, snillingur sem sveifst einskis

Á vef Blaðamannafélags Íslands má skoða allar tilnefningar til blaðamannaverðlauna fyrir árið 2018. Þrír eru tilnefndir í hverjum flokki verðlaunanna.

Mynd / Árni Torfason

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is