Tilnefnd til virtra verðlauna í Noregi |

Tilnefnd til virtra verðlauna í Noregi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Agnes Árnadóttir er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Green  Wave Holding AS. Félagið sem var stofnað í byrjun þessa árs hefur látið hanna nýstárlegt rafknúið skip sem mun umbylta farþegasiglingum í fjörðum Noregs.

Skipið verður gert út til skoðunarferða og skemmtisiglinga um innfirði Norður-Noregs árið um kring.

Skipið sem þegar hefur fengið nafnið Brim I er í smíðum í Álasundi og verður 25 metra löng tvíbytna með rými fyrir 140 farþega. Skipið verður gert út til skoðunarferða og skemmtisiglinga um innfirði Norður-Noregs árið um kring. Áætlað er að nýsmíðin verði tilbúin til afhendingar næsta sumar og stefnt er á fyrstu ferð frá Lófóten í ágúst 2019. Heimahöfn verður í Tromsø og þaðan verður boðið upp á ferðir yfir vetrarmánuðina en vetrarferðamennska hefur vaxið mikið í Norður-Noregi.

Agnes sem er fædd og uppalin á Íslandi er reynslubolti á sviði ferðaþjónustu á sjó en hún starfaði um árabil fyrir íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Norðursiglingu. Hún stýrði m.a. samstarfsverkefni Norðursiglingar og Hurtigruten í Noregi um þróun umhverfisvænna siglinga, áður en hún söðlaði um og stofnaði eigið fyrirtæk  ásamt félaga sínum Espen Larsen-Hakkebo með aðkomu fjárfesta.

„Okkur hefur dreymt um það lengi að byggja og þróa nýtt, nútímalegt og umhverfisvænt skip fyrir ferðaþjónustu. Noregur með alla sína strandlengju, spennandi firði og vaxandi túrisma þarf að geta boðið upp á eitthvað sem er í takt við framtíðina,“ segir Agnes en að hennar sögn eru Norðmenn komnir langt á sviði rafvæðingar farartækja, sérstaklega hvað bílaflotann varðar og hafa mikla trú á lausnamiðaðri tæknivæðingu.

„Við erum að þróa skip sem stenst kröfur framtíðarinnar og ryðjum þannig brautina að umhverfisvænni ferðaþjónustu um allan heim.“

Agnes bendir á að hávær umræða hafi verið í Noregi undanfarin ár um umferð stórra skemmtiferðaskipa í djúpum fjörðum og þá mengun sem þau valda. „Líklega verður þessum stóru skipum bannað að sigla alla leið inn í umrædda firði og hugmyndir eru uppi um að hafa ákveðin svæði  útblásturslaus, til að draga úr mengun. „Í ljósi þess fannst okkur skynsamlegt að fara í þessa fjárfestingu núna. Við erum að þróa skip sem stenst kröfur framtíðarinnar og ryðjum þannig brautina að umhverfisvænni ferðaþjónustu um allan heim,“ útskýrir Agnes og tekur fram að augljóslega sé takmarkið að minnka kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar en það sé ekki síður mikilvægur kostur að skipið er fullkomlega hljóðlátt.

Kerfishönnun skipsins er frekar einföld með það í huga að ekki þurfi stóran hraðhleðslubúnað sem eykur álag á raforkukerfi í landi. „Við getum í raun hlaðið hvar sem er en erum þá með hæghleðslu og  þurfum ekki sérstakan búnað annan en innstungu,“ segir hún en fullhlaðnar rafhlöður skipsins gefa 800 kílówattstundir af raforku sem endist í um 10 klst. á siglingu miðað við 10 hnúta hraða. Agnes segir að verkefnið hafi fengið mikla og jákvæða athygli fjölmiðla ytra; sérstaklega eftir að það var tilnefnt til virtra umhverfisverðlauna sem Orku- og loftslagsstofnun Noregs veitir frumkvöðlafyrirtækjum innan grænnar tækni árlega. Verðlaunin sem ganga undir nafninu „Spir“ eru hugsuð sem hvatning til að flýta fyrir því ferli að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í sjálfbæra orku í Noregi. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Björgvin 4. september nk.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Andrés við fótskör Davíðs

ORÐRÓMUR Ráðning Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskipablaðsins, í starf fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins vekur nokkra athygli, aðallega í fjölmiðlaheiminum.Ýmsar...