Föstudagur 26. nóvember, 2021
-2.3 C
Reykjavik

Tími Sigmundar Ernis er runninn upp – Jón er farinn af Fréttablaðinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins í stað Jóns Þórissonar sem hverfur fyrirvaralítið á brott en ekki óvænt. Lestri blaðsins hefur hrakað mjög undanfarið og skrifast það að hluta á reikning fráfarandi ritstjóra. Sigmundur ernir er þaulreyndur fjölmiðlamaður sem markað hefur spor sín í íslenska fjölmiðlasögu um áratugaskeið. Hans bíður það hlutverk að reisa Fréttablaðið til virðingar.

Auðamðurinn Helgi Magnússon er aðaleigandi Torgs sem á og rekur Fréttablaðið, Hringbraut og DV. Framkvæmdastjóri miðlanna, Björn Víglundsson, er þegar farinn að sakna Jóns.

„Það er mikill söknuður af Jóni Þórissyni og vil ég þakka honum vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Að sama skapi eru spennandi tímar framundan með nýjan mann í hlutverki aðalristjóra. Sigmundur Ernir hefur verið farsæll í störfum sínum á íslenskum fjölmiðlum og mun án efa setja sinn blæ á miðla Torgs í framtíðinni, segir Björn í yfirlýsingu vegna ritstjóraskiptanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -