2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tíndu 977 blautklúta í fjörunni á Seltjarnarnesi

Starfsmenn Umhverfisstofnunar tíndu 977 blautklúta í fjöruferð fyrir skemmstu. Aldrei hafa fundist eins margir blautklútar í einni ferð.

 

Fyrir skemmstu fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar í fjöruferð á Seltjarnarnesi og tíndu rusl vegna vöktunarverkefnis stofnunarinnar.

„Vöktunin felur í sér að tína allt rusl á 100 m kafla, fjórum sinnum á ári. Ruslið er flokkað eftir staðlaðri aðferðafræði og eru gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum,“ segir í grein á vef stofnunarinnar.

Vöktunin leiddi í ljós að fjöldi blautklúta sem fer í klósettið hefur aukist. „Alls voru tíndir 977 blautklútar, en það hafa aldrei fundist eins margir blautklútar í einni ferð. Til samanburðar, þá voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 árið 2018.“

AUGLÝSING


Í grein Umhverfisstofnunar er fólk minnt á að blautklútar eiga að fara í ruslafötuna en ekki klósettið. „Að gefnu tilefni viljum við ítreka að klósettið er ekki ruslafata.“

Vöktun Umhverfisstofnunar felur í sér að tína allt rusl á 100 m kafla, fjórum sinnum á ári.

Myndir / Af vef Umhverfisstofnunar

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is