Tinna Helgadóttir, er situr í fjármálaráði Pírata, rifjar upp erfiðan tíma.
Segir á Twitter-síðu sinni:
„Í dag er eitt ár síðan ég varð fyrir líkamsárás þar sem ég rifbeinsbrotnaði, fór úr axlarlið og fékk höfuðhögg. Í dag er líka síðasti tíminn minn í áfallameðferð, mér finnst það smá táknrænt.”
Bætir þessu við:
„Ég er búin að vera mjög kvíðin fyrir deginum en ákvað í nótt að ég ákveð hvort eða hvernig mikilvægi ég set á daginn. Ég hefði ekki getað hugsað þetta fyrir mánuði síðan. Ég gekk út úr sálfræðitímanum brosandi, ég er spennt fyrir framtíðinni, ég er bjartsýn og vongóð.”
Segir að lokum:
„Mest er ég samt þakklát fyrir fólkið í lífinu mínu.“