Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Titringur á kynlífstækjamarkaði – „Vonum samt að Gerður fari ekki aftur í gjaldþrot“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vefverslunin Lovisa.is kom inn á kynlífstækjamarkað í sumar með látum en síðan býður upp á hjálpartæki ástarlífsins á afar lágu verði og er einskonar lágvöruverslun með hjálpartæki ástarlífsins.

Mannlíf gerði í júlí verðsamanburð milli Lovisa.is og Blush, sem er ein stærsta verslunin í kynlífstækjamarkaðnum á Íslandi. Kom þar fram að verðmunurinn var töluverður en mestur náði hann 340% á sambærilegum vörum. Síðan þá hefur Blush lækkað verðið til að mæta þessari óvæntu samkeppni, líkt og kemur fram í þessari frétt dv.is.

Blaðamaður Mannlífs sendi fyrirspurn á eiganda Adam og Evu og Sex.is, Þorvald Steindórsson, varðandi þennan nýja keppinaut og hvort fyrirtæki hans hafi þurft að bregðast við. Segja má að blaðamaður hafi fengið fullnægjandi svar en Þorvaldur sendi greinargóðan og ítarlegan texta sem sjá má neðst í greininni.

Þorvaldur Steinþórsson

Í svari Þorvaldar kemur fram að hann hafi í raun ekki heyrt af lovisa.is fyrr en blaðamaður hafði við hann samband. „Það er endalaust til af litlum netbúðum sem hafa það eitt að markmiði að vera ódýrari en einhver annar. Það er þekkt í gegnum alla bransa.“

Þorvaldur skýtur nokkrum þéttingsföstum skotum á Blush í svarinu, sem má kalla hinn risann á kynlífstækjamarkaðinum en eigandi þess, Gerður fær einnig sinn skerf af pílum frá Þorvaldi í svarinu. Þar stendur meðal annars „Vonum samt að Gerður fari ekki aftur í gjaldþrot með Blush. Það er gaman að henni og hún hefur gert þessa umræðu alla opnari.“

Hér er svo svarið í heild sinni frá Þorvaldi:

- Auglýsing -

Sælir,

Það er endalaust til af litlum netbúðum sem hafa það eitt að markmiði að vera ódýrari en einhver annar. Það er þekkt í gegnum alla bransa. Við höfum ekkert tekið eftir Lovísu og vorum að heyra af þessari verslun fyrst í morgun. Allt árið hefur verið okkur gott og sérstaklega eftir að við opnuðum nýja verslun að Smiðjuvegi 4.

Uppsetningin á Adam & Evu/Sex.is er líka önnur. Ég hef fjárfest í starfsfólkinu sjálfu frá upphafi og núna er það t.d. þannig að þrír lykilstarfsmenn,fyrir utan mig, hafa samtals yfir 35 ára reynslu hjá félaginu. Opnunartími er mun lengri en hjá öðrum verslunum og við erum þau einu sem höldum úti verslun á landsbyggðinni. Þótt við séum ekki í stærsta húsnæðið er vöruúrvalið mest hjá okkur.  Þetta sést líka best á því að Blush hefur fleira starfsfólk en ég en borgar samt svipuð heildarlaun. Það er nú allt fyrirmyndarfyrirtækið þar.  Skiljanlega er Gerður núna smeik enda að leigja um 900 fermetra, nýtt húsnæði, meðan við erum í 300 fermetra eigin húsnæði með mun minni yfirbyggingu og höfum fjárfest í innviðum sem skila sér í góðri þjónustu með sama starfsfólki ár eftir ár. Óhóflegur hagnaður hjá Blush hefur dregið að endalaust af þessum netlukkuriddurum en sjaldan verður nú þetta að verslun með þjónustu og þeim kostnaði sem fylgir.  Vonum samt að Gerður fari ekki aftur í gjaldþrot með Blush. Það er gaman að henni og hún hefur gert þessa umræðu alla opnari.

- Auglýsing -

Hvort Lovísu álagningin verði til framtíðar og hvort það drífi til að verða annað en enn ein bólan á netinu verður tíminn að koma í ljós. Miðað við alla hina lukkuriddarana þá verður svo ekki. Okkar viðskiptavinir vilja mikið úrval, góða þjónustu, aðgengi og alla þá upplifun sem fylgir því að versla hjá okkur. Við höfum verið að gefa poli og hettupeysur með sölum ásamt því að leyfa fólki að spreyta sig í lukkukrana, fullum að leikföngum. Gríðarlega mikil þekking á vörum er innanhúss hjá okkur. Við eigum einfaldlega mjög stóran og fastan kúnnahóp.Mér sýnist eftir smá eftirgrennslan að það sé sömu aðilar fyrir aftan Lovísu og Póló níkótínbúðina. Kannski er það bara réttast að taka þátt í þessu öllu með að við byrjum að selja ódýrustu púðana í næstu viku. Gæti verið að þeir þyrftu að nota eitthvað af sínu eigin sleipiefni eftir þá útreið.  Svo það er okkar svar við Póló útspilinu á kynlífstækjamarkaðnum. Adam & Eva verður stærst og best í níkótínpúðasölu. Þið fylgist með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -