Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Tobba Marínós: „Barn sem elst upp við skömm lærir sektarkennd, sektarkennd er ekki eðlilegt ástand“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin fjölhæfa og kraftmikla Tobba Marínós ritar grein sem ber yfirskriftina:

Sprungan í speglinum.

„Barn sem elst upp við skömm lærir sektarkennd. Þetta er einföld og lógísk speki en samt er eins og við þurfum stöðugt að minna hvert annað á gildi þessarar möntru. Það eru til milljón sögur af löskuðum sjálfsmyndum sem má rekja til skammar. Við eigum öll þannig minningar. Kaupmaðurinn sem talaði alltaf niður til þín eða nágrannabarnið sem sá til þess að þú fengir ekki að vera með. Þykka barnið í veislunni sem fékk sér aldrei á diskinn. Horaða barnið í veislunni sem fékk sér aldrei á diskinn. Smáatriði eða sjálfsmyndarsplundrun.“

Heldur áfram:

„Stundum er það hið eitt og sama. Fyrst hárfín sprunga. Hún varla sést nema í óhagstæðri birtu. Hvenær kom hún – og hvernig? Jafnvel innantóm orðræða. Orð í setningu án ásetnings eða púðurs. Það hlóð enginn í. Eða hvað? Kannski varkár og eðlileg orð – í óvönduðum tón eða óeðlilegum aðstæðum. Þið vitið. Leyniskytta. Svo hugsar þú til þess seinna. Gerðist þetta svona? Hvenær skammaðist ég mín svona djúpt fyrst? Sár skömm, blóðbragð í munni. Ónotin sitja eftir. Þau staðfesta.“

Hún endar pistil sinn á flottum orðum, eins og við mátti búast:

- Auglýsing -

„Sektarkennd er ekki eðlilegt ástand. Svo er það að skammast sín fyrir að skammast sín ekki. „Hvað er þetta manneskja, kanntu ekki að skammast þín?“ Og svo er hið klassíska og sjálfskapaða – órökrænt niðurrif. Skömm yfir að gera of mikið. Að gera of lítið. Sama dag. Í sömu aðstæðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -