Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Togarinn Elliði sökk fimm mínútum eftir að síðustu mennirnir yfirgáfu hann – Tveir létust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 10 febrúar árið 1962 sökk togari norðvestur af Öndverðanesi. 28 manna áhöfn var í togaranum en 26 þeirra var bjargað af togaranum  Júpíter, hinir tveir fundust ekki en þeir höfðu farið um borð í gúmmíbát. Þetta hefur síðan verið kallað Elliðaslysið.

„Um ellefu leytið í gærkvöldi sökk togarinn Elliði frá Siglufirði 25 sjómílur NV. af Öndverðarnesi. Fimm mínútum áður en skipið sökk, bjargaði togarinn Júpiter 26 mönnum af 28 manna áhöfn skipsins,“ segir í frétt Morgunblaðsins degi eftir slysið.

„Gúmmíbátur með tveimur mönnum hafði slitnað frá og leituðu bátar af Snæfellsnesi, frá Sandi, Ólafsvík og flugmaður U-2 þotunnar, sem Grundarfirði hans í gærkvöldi. Togarinn Elliði sökk fimm mínútum eftir að síðustu mennirnir yfirgáfu hann um kl. 23 í gærkvöldi.„

Togarinn hafði sent út neyðarkall mörgum klukkutímum áður en hann sökk eða um klukkan hálf sex að kvöldi til, stuttu síðar kom togarinn Júpíter en það tók töluverðan tíma að færa sjómennina yfir.

Um hádegi daginn eftir slysið fundust mennirnir tveir látnir í gúmmíbátnum, það voru þeir Egill Steingrímsson, 41 árs og Hólmar Frímannson, 26 ára. Þeir voru báðir hásetar á togaranum.

Bandarísk leitarflugvél leitaði ásamt varðskipum af mönnunum.

- Auglýsing -

„Eftir beiðni miekti flugvélin staðinn með reyksprengju og komu skipin fjögur samtímis að bátnum. Sást strax að tvö lík voru fljótandi í bátnum, en þak hans og yfirbygging hafði sópast af.  Við tókum likin um borð í Óðin, og var erfitt að eiga við það, vmdur 10 stig og til- svarandi vindalda. Sökum þess að báturinn var fullur af sjó, og aðstæður erfiðar, þá gátum við ekki tekið hann„

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -