Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Tolli kveður nafna sinn: „Þrátt fyrir þessi áföll lifði alltaf í hjarta hans ljós“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Í dag fylgi én nafna mínum og frænda Þorláki Víkingi Morthens til grafar en hann féll frá fyrir nokkru. Þorlákur nafni átti við andleg veikindi að etja lengst af en þaug veikindi fékk hann sem afleiðingu af áföllum sem dundu á honum frá bernsku og fram á fullorðins ár.“

Þetta skrifar myndlistarmaður Þorlákur Kristinsson Morthens, betur þekktur sem Tolli, á Facebook. Óhætt er að segja að minningarorð Tolla um frænda sinn eigi erindi til allra enda góð áminning um að menn verða ekki minni þó þeir stríði við andleg veikindi.

„Okkur er tiðrætt í dag um alvarleika þess þegar ungt fólk verður fyrir áföllum sem það nær svo ekki að vinna úr en þannig var saga nafna míns sem varð til þess að hann eyddi ævi sinin lengst af á stofnunum.

Ég á samt fallegar minningar af þessum góða dreng þegar hann var barn og unglingur frískur og vonglaður á leið út í lífið áður en brotsjór áfalla heltist yfir hann og brutu hann niður sem manneskju,“ skrifar Tolli.

Tolli minnist þeirrar hlýju sem Þorlákur sýndi dýrum. „Þrátt fyrir þessi áföll lifði alltaf í hjarta hans ljós og kærleikur sem hann bar svo vel í þeirri umhyggju sem hann sýndi dýrum sem hann átti en hann hafði alltaf með sér alskonar dýr ,fugla, fiska, hamstra ofl dýr sem hann gat haft með sér þar sem hann hélt heimili,“ lýsir Tolli.

Þorlákur var ásatrúarmaður og því á leið til Valhallar, líkt og allir þeir sem falla í bardaga. „Þorlákur orti, samdi lög og var margt til lista lagt, hann var heljarmenni að burðum og hans trú laut hinni fornu trú á Æsi og Gyðjur en hans maður í þeim hópi var guðinn Þór .

- Auglýsing -

Ég læt fylgja með mynd af Þorláki og Krumma þegar við Krummi heimsóktum hann þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti í Hveragerði en myndin sýnir glögt hina ástríku lund þessa kappa sem Þorlákur Víkingur var því fáir sýna eins mikla hetjulund eins og margir hina geðveiku sem bera harm kynslóðana á herðum sér.

Nú veit ég að hlið Valhallar standa opnar fyrir þér elsku nafni og Þór og aðrir vættir mæta þer fagnandi þegar þú gengur þar inn í dag.

Blessuð sé minning þín elsku nafni.

- Auglýsing -

ást og friður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -