Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Tölum um mötuneyti barna: Kjötbolur, menningarstríð, sjómann og kúgunarpólitík á við Austur-Berlín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mötuneyti skólabarna eru pólitískt hitamál í kjölfar yfirlýsingar Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, um að meirihuti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sé sammála um að minnka hlutfall dýraafurða í mötuneytum borgarinnar.

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér. Eyþór Arnaldsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér í kjötbol og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti meirihlutanum við borgaryfirvöld í Austur-Berlín.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, brást harkalega við og sagði Eyþór „stökkva eins og alltaf á tækifæri til að skruma.“ Hún sagði Eyþór vita fullvel að ekki stæði til að „troða veganisma ofan í kokið á einum né neinum“ en stæði einfaldlega á sama. Hún sagði flokkinn leggja upp í „enn eitt menningarstríðið“ sem miðaði að því að hræða Sjálfstæðisfólk til að trúa því að „menningarmarxistarnir í borgarmeirihlutanum“ séu ógn við lífsgæði þeirra.

„Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki standa fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum. Ef það eru ekki mötuneyti starfsmanna sem eru fyrir þeim þá eru það reiðhjól, mathallir eða borgarlína. Alltaf eru skilaboðin sú að lífsgæði hefðbundinna Sjálfstæðismanna standi ógn af menningarmarxistunum í borgarmeirihlutanum. Agalega er þetta kjánalegt alltaf og ófrumlegt,“ skrifaði Dóra í kjölfar kjötbols Eyþórs.

Jæja, þá eru Sjálfstæðismenn að leggja upp í enn eitt menningarstríðið. Í þetta sinn er það gegn auknu vali á grænmeti…

Posted by Dóra Björt on Þriðjudagur, 27. ágúst 2019

Í samtali við Morgunblaðið velti Dóra upp þeirri spurningu hvort Eyþór hafi átt kjötbol eða pantað sérstaklega fyrir tilefnið. „Mér finnst það bara hallæris­legt að fara í ein­hvern kjöt­bol og það eina sem ég get hugsað þegar ég sé svona vit­leysu er hvort Eyþór Arn­alds hafi í al­vöru átt kjöt­bol inni í skápn­um hjá sér, eða var hann pantaður sér­stak­lega til að búa til póli­tískt uppþot? Þetta er bara vand­ræðal­egt,“ hefur Morgunblaðið eftir oddvita Pírata.

Skólamatur í Reykjavík gæti verið betri.Um það eru flestir sammála.En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla…

Posted by Eyþór Arnalds on Mánudagur, 26. ágúst 2019

- Auglýsing -

Eyþór og Heiða sátu fyrir svörum í Kastljósinu

Oddviti Sjálfstæðisflokksns sat fyrir svörum ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarfulltrúa og varaformanni Samfylkingarinnar, í Kastljósi á þriðjudag. Þar benti Heiða á að samþykkt hefði verið matarstefna fyrir borgina og að ekki stæði til að banna kjöt í mötuneytum borgarinnar. Þvert á móti standi til að auka val um grænmetisfæði og auka hlutfall þess. Það leiði óhjákvæmlega til þess að dýraafurðir minnki. Þessu andmælti Eyþór og taldi að minnka ætti val. Þá benti hann á að sjálfur aki hann á rafmagsnbíl en borgarstjóri á díselbíl.

„Eyþór: Mér finnst að við eigum að byrja á okkur sjálfum en ekki börnunum. Heiða: Það gerir nú lítið fyrir heildarmyndina ef einungis 23 borgarfulltrúar borða minna af kjöti. Eyþór: Já… en rafbílavæðingin,” skrifaði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs og borgarfulltúi Pírata, eftir Kastljósþáttinn og skaut á málflutning oddvita Sjálfstæðisflokksins.

- Auglýsing -

Skoraði á Eyþór í sjómann

Þar hafði þó sól ekki sest á málið því áður en dagurinn rann sitt skeið skoraði leikarinn Arnmundur Ernst Backman á Eyþór í sjómann. „Eyþór Arnalds, ég hef verið vegan í ca. 4 ár,” sagði hann í færslu á Facebook. „Ég skora hér með formlega á þig í sjómann og þá getum við skorið úr hvort prótínmagn í veganfæðu sé raunverulegt vandamál.” Þá deildi hann færslunni einnig á síðunni Vegan Ísland.

En hvernig hófst málið allt saman?

Samtök grænkera á Íslandi hefur sent út áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga vegna vöntunar á…

Posted by Samtök grænkera á Íslandi on Þriðjudagur, 20. ágúst 2019

Samtök grænkera á Íslandi sendu sveitarfélögum áskorun fyrir stuttu um að draga verulega úr framboði eða jafnvel hætta að bjóða dýraafurðir í mötuneytum skóla. Áskorunina tengja samtökin við að minnka kolefnisspor í baráttu gegn hamfarahlýnun. Líf Magneudóttir sýndi áskoruninni áhuga. Þá sagði hún meirihlutann ætla skoða valmöguleikana.

„Mér finnst alveg þess virði að skoða það og ég er hæstánægð með yfirlýsingu grænkera sem er mikil og góð hvatning,” sagði Líf í samtali við RÚV. „Ég held að það sé skynsamlegt og ég held að það sé öllum ljóst að við ætlum að grípa til einhverra aðgerða. Við samþykktum matarstefnu á síðasta kjörtímabili sem við erum að innleiða núna og svo erum við að fara að taka til endurskoðunar aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þar kemur þetta vel inn.“

Líf segir að maturinn hafi verið tekinn í gegn fyrir nokkrum árum og nú sé meginuppistaðan grænmeti, ávextir og mjólk. Þá sé miðað við að hafa fisk tvisvar í viku og kjöt einu sinni til tvisvar. Alltaf sé eitthvert framboð af grænmetisréttum. Hún segir einhug hjá meirihlutanum í Reykjavík að skoða það að minnka framboð dýraafurða verulega í grunnskólum borgarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -