Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tómas fagnar friðlýsingu Dranga og Elías er alsæll: „Drangar verða aldrei settir undir gróðapunga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvaða æsingur er þetta út af staðfestingu ráðherra á friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum? Þetta er einhver stórkostlegasta náttúra sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og náttúruverndarsinni, vegna þeirrar aðgerðar Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra að friðlýsa Dranga á seinasta degi sínum í embætti sem ráðherra umhverfismála. Aðgerðin kom til umræðu á Alþingi og töldu einhverjir þingmanna að henni væri beint gegn áformum um að reisa Hvalárvirkjun. Vandséð er hvernig það má vera þar sem áformað virkjunarsvæði er víðsfjarri landi Dranga.

Þeir ætluðu sér að ná í vatnið okkar til að stækka virkjunina

„Ég er alsæll með friðunina. Stórfurðulegt að Samfylkingin tekur undir með Bergþóri Ólasyni, af öllum mönnum. Við eigendur Dranga vorum nánast á einu máli um að friða landið. Þeir ætluðu sér að ná í vatnið okkar til að stækka virkjunina. Vesturverk hafði óskað eftir viðræðum en við svöruðum ekki þessu rugli. Drangar verða aldrei settir undir gróðapunga,“ segir Elías Svavar Kristinsson, einn eigenda Dranga og einn helsti baráttumaðurinn gegn Hvalárvirkjun og eyðileggingunni sem myndi fylgja ef þau áform gengju eftir.

Drangaskörð.
Mynd Ólafur Már Björnsson,

Tómas Guðbjartsson bendir einmitt á það að landeigendur hafi átt frumkvæðið og fráfarandi ráðherra því algjörlega samkvæmur sjálfum sér með því að skrifa undir. Tómas furðar sig á því að fulltrúi Árneshrepps hafi lagst gegn friðlýsingunni.

„Það er síðan grátlegt að fulltrúi sveitarfélagsins hafi einn verið mótfallinn friðlýsingunni en enn hallærilegra hvernig Miðflokksmenn reyna nú að að gera friðlýsinguna tortryggilega. Er verið að veiða atkvæði eða halda menn á þeim fámenna bæ í alvöru að Hvalárvirkjun verði að veruleika? Rannsóknarleyfi Vesturverks var ekki einu sinni endurnýjað sl. vor og því útrúnnið. Sem eru frábærar fréttir fyrir náttúru Stranda og vonandi allra síðasti naglinn í líkistu Hvalárvirkjunar,“ skrifar Tómas.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -