• Orðrómur

Tómas Guðbjartsson var útnefndur óvinur Vestfjarða nr. 1: „Þetta var fjölskyldu minni erfitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tómas Guðbjartsson, hjarta og lungnaskurðlækni þekkja flestir Íslendingar en hann er í forsíðuviðtali í nýjasta vefblaði Mannlífs. Hér er brot úr því.

 

Tómas
Á Snæfellsjökli.
Ljósmynd: Henrik Jassen

Fyrir nokkrum árum barðist hann gegn áformum Landsvirkjunnar um að byggja Hvalárvirkjun á Ströndum. Umræðan segir Tómas, var oft hatrömm.


Íslensk náttúra og verndun hennar er mikið hugðarefni Tómasar en hann hefur til að mynda skrifað pistla um náttúruvernd í hverri viku inni á Vísi.is og hefur gert það samfleytt í um 3 ár. Þetta gerir Tómas til að kynna íslenska náttúru fyrir fólki. Tómas segir umræðuna um náttúruna og náttúruvernd oft ansi óvæga enda hagsmunir miklir, til dæmis í orkugeiranum. Aðspurður um erfiða umræðu nefnir hann deiluna um Hvalárvirkjun á Ströndum sem honum þótti hatrömm.

„Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig en þetta var fjölskyldu minni erfitt. Ég var útnefndur óvinur Vestfjarða númer 1.“

Tómas segir þó að nú séu liðin nokkur ár og búið að blása virkjunina af tímabundið en hann telji að hún muni ekki rísa úr þessu, en hann skynji breytingar í hugarfarinu fyrir vestan. „Ég finn mikinn mun á umræðunni núna og fyrir 5 árum síðan, meiri skilningur. Þá séu miklu fleiri ferðamenn, bæði erlendir og svo íslenskir í Covid, farnir að skoða þetta fallega svæði. Nú hafa náttúruverndarsjónarmiðin fest sig meira í sessi fyrir vestan en virkjunarsjónarmiðin að mínu mati“.

- Auglýsing -

Lestu forsíðuviðtalið við Tómas og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan:

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -