Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Tomas lést í gámaslysinu í Kópavogi: Lætur eftir sig 4 ára dóttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tomas Mančiauskas, tæplega þrítugur Lithái, fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í Kópavogi fyrir rúmri viku. Hann lætur eftir sig fjögurra ára gamla dóttur sem býr í Litháen. Minningarathöfn verður haldin á miðvikudaginn.

Félag Litháa á Íslandi harmar atburðinn og sendir fjölskyldu og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Félagið tilkynnti um andlátið innan hóps Litháa á Íslandi þar sem komið var inn á minningarathöfnina. „Okkur fannst mjög sorglegt að heyra af þessu og það er erfitt að hugsa til þess að hann eigi þessa litlu stúlku í heimalandinu. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur,“ segir Jurgita, stjórnarmaður í Félagi Litháa á Íslandi.

Tomas er talinn hafa verið að teygja sig ofan í gáminn og fest hönd sína þar. Lögregla segir ekki neitt annað að sjá en að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Gámurinn er staðsettur vesturbænum í Kópavogi, nærri Salnum.

Á miðvikudaginn verður haldin minningarathöfn í St. Jósefskirkju, kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði. Þar mun Juan Carlos Escudero prestur halda helga messu til að kveðja Tomas, eða Tom eins og hann var kallaður.

Til stuðnings fjölskyldu Tomasar á erfiðum tímum geta þeir sem vilja hjálpa lagt inn á eftirfarandi reikning, reikningshafi er bróðir Tom sem býr einnig hér á landi:

0526-26-290991

- Auglýsing -

Kennitala 290991-4639

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -