Sunnudagur 2. október, 2022
9.8 C
Reykjavik

Torgið fyrir utan heimili Dags kostaði 657 milljónir: „Spilling af verstu gerð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi segir að loksins sé kominn verðmiði á Óðinstorg. Torgið sem stendur beint fyrir utan heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kostaði 657 milljónir króna.

Vígdís skrifar á Facebook: „Torg hins himneska Dags/Óðistorg. Verðmiðinn er kominn – hér er bókun mín í málinu: „Flott og dýrt skal það vera á torgi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Nú liggur endanlegur kostnaður við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis fyrir. Verkið kostaði 657 milljónir sem skiptast svo. Reykjavíkurborg reiddi fram 474 milljónir og Veitur 183 milljónir. Minnt er á að Veitur eru í eigu Reykjavíkurborgar.“

Vígdís segir að þetta myndi flokkast sem spilling í flestum löndum. „Athygli vekur hvað hönnunarkostnaður er hár eða tæpar 60 milljónir og snjóbræðsla 48 milljónir. Það er skelfilegt að horfa upp á að þegar fólk kemst í áhrifastöður að það skuli nota almannafé í eigin þágu eins og í þessu tilfelli sem leiðir til hækkunar fasteignaverðs. Í einhverjum löndum sem við berum okkur saman við væri þetta flokkað sem spilling af verstu gerð og jafnvel hjá viðkomandi aðilum ef aðrir flokkar í borgarstjórn hefðu nýtt sér útsvarstekjur borgarinnar með þessum hætti. Það er ekki það sama að vera Jón eða séra Jón eða vera hægra megin eða vinstra megin á litrófi íslenskra stjórnmála.“

Hún birtir svo myndir af torginu sem sjá má hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -