Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Trans-konum bannað að keppa á afreksstigi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í dag tilkynnti Alþjóðafrjálsíþróttasambandið að trans-konum yrði bannað að keppa á afreksstigi; tekur bannið gildi þann 31. mars næstkomandi.

Um leið og þetta var tilkynnt var einnig stofnaður vinnuhópur til að skoða reglurnar til framtíðar; segir forseti sambandsins að það komi til greina að endurskoða reglurnar síðar meir.

Með þessu verður trans-konum sem gengu í gegn um kynþroskaskeið sem drengir bannað að keppa í kvennaflokki; ekkert er þó tekið fram um þátttökurétt trans-karla í karlaflokki.

Segir forseti sambandsins, Sebastian Coe, ákvörðunina tekna til að vernda heilindi kvennaflokksins; að markmiðið sé að tryggja jafnan keppnisgrundvöll fyrir konur í frjálsum íþróttum.

Ákvörðunin er sú sama og ákvörðun Alþjóðasundsambandsins; en það samband bannaði trans-konum að taka þátt í keppni á afreksstigi í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -