2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Trans kona með barn á brjósti

Bandarísk trans kona gat gefið nýfæddu barni sínu brjóst í sex vikur eftir að hún fékk sérstaka mjólkunarmeðferð á sjúkrahúsi í New York.

Þetta er ekki fyrsta trans konan sem gefur brjóst en læknar segja að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta hefur verið skjalfest í læknabókmenntum, en þessi nýjasta skýrsla er birt í tímaritinu Transgender Health.

Samkvæmt tímaritinu sagði konan sem um ræðir, sem er þrítug, við lækna í New York að hún vildi gefa brjóst af því að maki hennar, sem gekk með barnið, vildi það ekki. Þá var maki hennar kominn fimm mánuði á leið. Hún var sett á lyfjakúr, sem enn var á tilraunastigi, en meðfram honum þurfti hún til dæmis að pumpa brjóst sín. Innan mánaðar gat hún framleitt nokkra mjólkurdropa en innan þriggja mánaða, tveimur vikum áður en barnið átti að fæðast, var hún að framleiða átta únsur af mjólk á dag, tæplega 240 millilítra. Þegar barnið svo fæddist gat hún séð um að veita barni sínu næringu í sex vikur.

Læknarnir sem sáu um þessa meðferð unnu með sérstakri deild fyrir trans fólk innan Mount Sinai-sjúkrahússins. Zil Goldstein, hjúkrunarfræðingur og læknirinn Tamar Reisman skrifa í skýrslu sína að þessi meðferð sýni að það sé hægt að koma mjólkurframleiðslu af stað hjá trans konum sem vilja gefa barni brjóst.

„Við trúum því að þetta sé fyrsta formlega skýrslan í læknabókmenntum um að mjólkurmyndun sé komið af stað í trans konu,“ segja þau í skýrslunni.

AUGLÝSING


Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is