Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Tröllafoss í klakaböndum: Sjáðu dýrðina í miðju eldstöðvarinnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tröllafoss er vel falið leyndarmál sunnan við Móskarðahnúka. Fossinn er í miðju fornar eldstöðvar og þykir ægifagur, hvort sem er að sumri eða vetri. Allir sem leggja leið sína að fossinum verða snortnir af yfirþyrmandi fegurðinni.

Tröllafoss er í Leirvogsá sem á upptök sín að mestu leyti úr Leirvogsvatni á Mosfellsheiði. Áin skilur að sveitarfélögin Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. Frá þessu segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Leirvogsá rennur um Stardal, sem eins og nafnið gefur til kynna, er nokkuð votlendur. Í Stardal eru leifar fornrar megineldstöðvar sem kennd er við dalinn. Stardalseldstöðin var virk fyrir um 1,8 milljónum ára og er hún mikið rofin. Stardalshnjúkar eru grunnstætt berginnskot eða bergsylla, líklega efsti hluti kvikuþróar eldstöðvarinnar.

 

Tröllafoss er í miðri öskju hinnar fornu eldstöðvar. Hann fellur milli hamra ofan í gljúfur sem áin hefur grafið í gegnum Tröllalágar í mynni Stardals. Fyrir neðan fossinn breiðir áin úr sér sem slæða yfir bergið. Gljúfrið er um 500 metra langt og 50 til 80 metra breitt og kallast Tröllagljúfur.

Tilvalið er fyrir fólk að fá sér gönguferð og upplifa eina þá fegurstu perlu sem er að finna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Að vetri er þó ráðlegt að huga að fótabúnaði og fara varlega þar sem hæst er niður í gljúfrið. Nauðsynlegt er fyrir fólk að kynna sér vel leiðina og ani ekki út í vitleysu. Ferðin er við allra hæfi.

- Auglýsing -

Gangan að fossinum hefst við bæinn Hrafnhóla, norðan við Leirvogsá. Gengið er eftir troðningi meðfram ánni. Þegar nálgast fossinn fer göngufólk upp úr gljúfrinu og fer með brúnum þar til fossinn blasir við.

Ef fólk er í göngustuði er tilvalið að ganga sem leið liggur upp í Haukafjöll og fara svo fjallið til baka. Gönguferðin er í heild sinni um  5-7  kílómetrar og hækkun 250 metrar.

 

- Auglýsing -

Birgir Sigdórsson tók myndskeiðið með dróna í ferð Ferðafélags Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -