Trúlofuðu sig í 4000 ára eldfjalli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Róbert Wessman og Ksenia Vladimirovna Shakhmanova trúlofuðust í gær.

Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, og sambýliskona hans, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova, settu upp hringana í Þríhnúkagíg í Bláfjöllum í gær.

Hamingjan ríkti í Þríhnúkagíg í gær þegar Róbert Wessman trúlofaðist sambýliskonu sinni Ksenia Vladimirovna Shakhmanova.

Eftir góðan göngutúr snæddu þau kvöldverð á Reykjavík Meat, glænýjum matsölustað á Frakkastíg 8 þar sem áhersla er lögð á safaríkar steikur.

Róbert þekkja allir Íslendingar en færri vita hver Ksenia er, en vitað er þó að hún stundar MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og er tveggja barna móðir.

Hjónaleysin hafa búið saman um hríð en framan af fór samband þeirra leynt og sjá má í fréttum íslenskra fréttamiðla frá síðasta ári að þessi huldukona vekur forvitni þeirra en þeir vita ekki einu sinni hvað hún heitir.

Parið setti upp hringana í gær.

Smartland valdi þó parið eitt af heitustu pörum síðasta árs í áramótasamantekt og nú hafa þau sannað fyrir umheiminum að hér er ekki um eitthvert skyndisamband að ræða.

Mannlíf óskar nýtrúlofaða parinu innilega til hamingju og við bíðum spennt eftir fréttum af væntanlegum brúðkaupsdegi.

Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira