Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Trump hrekktur en enginn sá neitt athugavert

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á fundi íhaldssamtakanna Turning Point USA í gær. Einhver virðist hafa ákveðið að hrekkja forsetann en enginn tók eftir hrekknum fyrr en fjölmiðlar bentu á hann eftir viðburðinn.

Á sviðinu var búið að koma fyrir tveimur spjöldum með skjaldarmerki forsetaembættisins. Annað skjaldarmerkið var fullkomlega eðlilegt og ekkert út á það að setja.

Svona lítur skjaldarmerki forsetans út.

Glögg augu tóku hins vegar eftir að verulega hafði verið átt við hitt skjaldarmerkið.  Greindi Washington Post fyrst frá þessu. Fyrir það fyrsta hefur öðru höfði verið bætt á örninn og telja sérfræðingar að það sé tilvísun í Rússlandstengsl Trump, enda skartar skjaldamerki Rússlands tvíhöfða erni.

Á borðanum hefur textanum „E pluribus unum“ verið skipt út fyrir „45 es un titere“ sem á spænsku þýðir 45 er strengjabrúða, en Trump er sem kunnugt er 45. forseti Bandaríkjanna. Þá heldur örninn ekki lengur á örvum heldur golfkylfum, en forsetinn hefur varið dágóðum tíma á golfvellinum síðan hann tók við embætti.

Forsetamerkið sem átt hafði verið við. Örninn er orðinn tvíhöfða, textinn er annar og örninn heldur nú á golfkylfum.

Samkvæmt frétt USA Today er ekki vitað hvernig þetta kom til eða hver ber ábyrgð á verknaðinum. Talsmaður Turning Point USA hafði ekki skýringar á reiðum höndum. Trump birti svo sjálfur myndband af viðburðinum á Twitter þar sem umræddu skjaldarmerki sést bregða fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -