Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Trump neitar að hafa kallað Meghan Markle „illgjarna“ þrátt fyrir að ummælin hafi verið tekin upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég kallaði Meghan Markle aldrei illgjarna,“ skrifar Donald Trump, forseti bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þá bætti hann við að fréttir af ummælunum séu falsfréttir. Trump gaf í og sagði falsfréttamiðla eins og CNN, New York Times og fleiri hér staðna af verki. Trump sagðist hins vegar efast um að nokkur bæðist afsökunar.

Þrátt fyrir vandlætingu forsetans og harkalega neitun eru ummælin til á upptöku.

„Nei, ég vissi ekki að hún hefði verið illgjörn,“ sagði forsetinn í viðtali við The Sun nýlega. Trump var spurður hvort honum þyki leitt að hitta ekki hertogynjuna í heimsókn sinni til Bretlands. Trump og Meghan munu ekki hittast þar sem hertogynjan er í fæðingarorlofi. Hún gagnrýndi karlrembu og kvenhatur Trumps opinberlega í aðdraganda forsetakosninganna. Trump sagðist ekki vita af gagnrýninni og vissi ekki að hún hefði verði illgjörn í hans garð.

Hvíta húsi sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu ABC að forsetinn hafi ekki kallað Meghan illgjarna persónu heldur verið að svara spurningu um neikvæð ummæli sem féllu fyrir nokkru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -