Laun þingmanna hafa verið á milli tannanna á fólki, sérstaklega í desember þegar í ljós kom að þeir fengu rúmlega 180 þúsund í jólabónus á meðan öryrkjar og eldri borgar urðu að sætta sig við um 50 þúsund. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að laun þeirra hækkuðu um 3.4 nú um áramót eða 40 þúsund krónur. Margt athyglisvert kemur í ljós þegar listinn er skoðaður og
Nú er búið að birta lista yfir laun og kostnað vegna þingmanna fyrir síðasta ár, 2020. Þeir þingmenn sem dýrastir voru í rekstri á síðasta ári eru Logi Einarsson með tæpar 27 milljónir og skammt á hæla hans var Steingrímur J. Sigfússon einnig með tæpar 27 milljónir. Þá er Sigmundur Davíð með 24.8 milljónir. Bjarkey Olsen var með 23.1, Inga Sæland endaði í fimmta með 23.4 og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er þar á eftir með 22.3 milljónir í laun og kostnað.
Laun þingmanna eru á bilinu 1.352.456 til 2.123.215 milljón króna á mánuði. Þannig fékk Steingrímur J. Sigfússon rúmar 23 milljónir eingöngu í laun á síðasta ári, Logi 21 milljón en Smári Mc Carthy og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14.2 milljónir og eru þessar tölur fyrir utan kostnað og ýmsa styrki.
Tólf þingmenn kostuðu skattborgara yfir 20 milljónir á síðasta ári. Ef skoðað hvaða flokkar kostuðu skattborgara mest að meðaltali, þá er Samfylkingin í efsta sæti með hátt í 20 milljónir, Miðflokkurinn í öðru sæti og Viðreisn í því þriðja. Þá eru Píratar í neðsta sæti.
Samfylkingin – 19,430,002 að meðaltali á þingmann
Miðflokkurinn 18,722,110 að meðaltali á þingmann
Viðreisn 18,174,898 að meðaltali á þingmann
Vinstri Græn 18,146,618 að meðaltali á þingmann
Framsóknarflokkurinn 17,863,854.50 að meðaltali á þingmann
Sjálfstæðisflokkurinn 17,265,709 að meðaltali á þingmann
Píratar að 16,649,381 meðaltali á þingmann
Flokkur fólksins 19.937.722 að meðaltali á þingmann*
Flokkur Fólksins er aðeins með tvo þingmenn og því verður honum ekki raðað í sæti eftir kostnaði í þessari úttekt. Þegar flokkar ná kjöri á Alþingi fá þeir minnst þrjú sæti. Í Flokki fólksins eru aðeins tveir þingmenn og því verður þeim ekki raðað í sæti í þessari úttekt. Samfylkingin er því sá flokkur sem fær mest að meðaltali.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir laun og kostnað allra þingmanna fyrir árið 2020.
1. Logi Einarsson | 26.888.184 | Samfylking |
2. Steingrímur J. Sigfússon | 26.796.363 | VG |
3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 24.802.690 | Miðflokkur |
4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir | 23.136.030 | VG |
5. Inga Sæland | 22.398.164 | Flokkur Fólks |
6. Þorgerður K Gunnarsdóttir | 22.353.906 | Viðreisn |
7. Lilja Rafney Magnúsdóttir | 22.181.079 | VG |
8. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir | 21.069.317 | Samfylking |
9 Líneik Anna Sævarsdóttir | 21.000.201 | Framsókn |
10. Guðjón S Brjánsson | 20.534.279 | Samfylking |
11. Páll Magnússon | 20.410.992 | Sjálfstæðisfl. |
12. Halla Signý Kristjánsdóttir | 20.358.053 | Framsókn |
13. Oddný G Harðardóttir | 19.977.906 | Samfylking |
14. Njáll Trausti Friðbertsson | 19.833.736 | Sjálfstæðisfl. |
15. Willum Þór Þórsson | 19.509.591 | Framsókn |
16. Sigurður Páll Jónsson | 19.439.456 | Miðflokkur |
17. Anna Kolbrún Árnadóttir | 19.196.455 | Miðflokkur |
18. Ásmundur Friðriksson | 18.960.959 | Sjálfstæðisfl. |
19. Bergþór Ólason | 18.882.426 | Miðflokkur |
20. Haraldur Benediktsson | 18.680.894 | Sjálfstæðisfl. |
21. Brynjar Níelsson | 18.239.700 | Sjálfstæðisfl. |
22. Ari Trausti Guðmundsson | 18.211.319 | Vinstri græn |
23. Hanna Katrín Friðriksson | 18.036.537 | Viðreisn |
24. Birgir Þórarinsson | 17.905.488 | Miðflokkur |
25. Helgi Hrafn Gunnarsson | 17.881.764 | Píratar |
26. Smári McCarthy | 17.840.930 | Píratar |
27. Gunnar Bragi Sveinsson | 17.823.449 | Miðflokkur |
28. Bryndís Haraldsdóttir | 17.822.475 | Sjálfstæðisflokkur |
29. Þórunn Egilsdóttir | 17.734.100 | Framsókn |
30. Karl Gauti Hjaltason | 17.635.308 | Miðflokkur |
31. Guðmundur Andri Thorsson | 17.589.414 | Samfylkingin |
32. Silja Dögg Gunnarsdóttir | 17.565.762 | Framsókn |
33. Vilhjálmur Árnason | 17.489.519 | Sjálfstæðisfl. |
34. Guðmundur Ingi Kristinsson | 17.477.380 | Flokkur fólks |
35. Þorsteinn Sæmundsson | 17.462.517 | Miðflokkur |
36. Helga Vala Helgadóttir | 17.426.292 | Samfylkingin |
37. Sigríður Á Andersen | 17.399.006 | Sjálfstæðisfl |
38. Birgir Ármannsson | 17.342.188 | Sjálfstæðisfl |
39. Óli Björn Kárason | 17.204.735 | Sjálfstæðisfl |
40. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir | 17.077.047 | Píratar |
41. Kistján Þór Júlíusson | 16.760.599 | Sjálfstæðisfl |
42. Ólafur Þór Gunnarsson | 16.605.901 | VG |
43. Rósa Björk Brynjólfsdóttir | 16.560.761 | Samfylking |
44. Jón Gunnarsson | 16.433.702 | Sjálfstæðisfl. |
45. Jón Steindór Valdimarsson | 16.333.327 | Viðreisn |
46. Jón Þór Ólafsson | 16.253.403 | Píratar |
47. Ásmundur Einar Daðason | 16.117.207 | Framsókn |
48. Sigurður Ingi Jóhannsson | 16.117.207 | Framsókn |
49. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir | 16.117.207 | Sjálfstæðisfl. |
50. Björn Leví Gunnarsson | 15.750.285 | Píratar |
51. Kolbeinn Óttarsson Proppé | 15.640.734 | VG |
52. Andrés Ingi Jónsson | 15.413.217 | Utan flokka |
53. Ágúst Ólafur Ágústsson | 15.393.867 | Samfylking |
54. Steinunn Þóra Árnadóttir | 15.368.610 | VG |
55. Ólafur Ísleifsson | 15.351.209 | Miðflokkur |
56. Halldóra Mogensen | 15.092.857 | Píratar |
57. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | 14.538.205 | Sjálfstæðisfl. |
58. Bjarni Benediktsson | 14.508.715 | Sjálfstæðisfl. |
59. Guðlaugur Þór Þórðarson | 14.508.715 | Sjálfstæðisfl. |
60. Guðmundur Ingi Guðbrandsson | 14.508.715 | VG |
61. Katrín Jakobsdóttir | 14.508.715 | VG |
62. Lilja Alfreðsdóttir | 14.508.715 | Framsókn |
63. Svandís Svavarsdóttir | 14.508.715 | VG |
64. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | 10.924.877 | Viðreisn |
65. Þorsteinn Víglundsson | 5.050.947 | Viðreisn/hættur |