Föstudagur 31. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Tveir ein­stak­ling­ar með rétt­ar­stöðu sak­born­ings – Framburður Kára mikilvægur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Við erum að afla gagna úr öll­um átt­um. Það er verk­efnið okk­ar í dag.“ Meðal ann­ars sé verið að vinna með tölvu- og síma­gögn. Enn sé þó beðið eft­ir niður­stöðum úr ýms­um rann­sókn­um, til að mynda úr rétt­ar­krufn­ingu. Þetta staðfest­ir Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is. 

Tveir ein­stak­ling­ar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna skotárás­ar­inn­ar á Blönduósi fyrr í þess­um mánuði.

Særðist alvarlega og hefur legið þungt haldinn

Tvennt lést í árás­inni, kona á sex­tugs­aldri, Eva Hrund Pét­urs­dótt­ir og árás­armaður­inn sjálf­ur. Maður Evu Hrund­ar, Kári Kára­son, særðist al­var­lega og hef­ur legið þungt hald­inn á sjúkra­húsi. Hann er nú kom­inn til meðvit­und­ar og var tek­in af hon­um fyrsta skýrsla í gær.

Aðspurð hvort það sé vitað með vissu að árás­ar­mann­in­um hafi verið ráðinn bani, seg­ir hún það ekki liggja fyr­ir. Þá get­ur hún held­ur ekki tjá sig um það hvort vopn hafi verið notað á árás­ar­mann­inn.

Áður hafði verið greint frá því að son­ur hjón­anna sem fyr­ir árás­inni urðu hefði verið hand­tek­inn á vett­vangi og hann fengið stöðu sak­born­ings, en hann er tal­inn hafa ráðið niður­lög­um árás­ar­manns­ins. Hon­um var sleppt sam­dæg­urs og ekki farið fram á gæslu­v­arðhald.

Páley seg­ir í samtali við mbl, ekki geta tjáð sig um það hvort framb­urður Kára hafi varpað frek­ara ljósi á máls­at­vik, en það gefi auga leið að framb­urður­inn sé mik­il­væg­ur. Hún ger­ir ráð fyr­ir að það þurfi að taka skýrslu af hon­um aft­ur, enda sé það yf­ir­leitt gert.

- Auglýsing -

Kári er enn á sjúkra­húsi og veik­b­urða en hann er með meðvit­und og áttaður og var það metið svo af heil­brigðis­starfs­fólki að heilsa hans væri nógu góð til að gefa skýrslu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -