• Orðrómur

Tveir leigubílstjórar neituðu að keyra alvarlega sjónskertan mann í hjólastól heim til sín

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég varð fyrir nokkru í dag sem sló mig illilega, segir Sigurður Ingólfsson og bætir við:

„Var bara í rólegum „spássitúr“ og var að gleðjast yfir lífsgleðinni allt í kringum túnið – pottþétt betri stemming en í húsinu sem Jón Sigurðson fylgist með – þegar ég varð var við roskinn mann í hjólastól eitthvað að vandræðast á götunni.“

Sigurður tók manninn tali og „ég spurði hann hvort allt væri í lagi, eins og maður gerir, og hann var þá að leita að leigubíl. Ég benti honum á hvernig væri hægt að komast að leigubílunum í Tjarnargötu – sem mér sýndist allir vera frá sama fyrirtæki. Sem sagt, hafandi komist að því að hann er alvarlega sjónskertur, trillaði ég með hann yfir Tjarnarbrautina og að næsta lausa leigubíl.“

- Auglýsing -

Þá fyrst blöskraði Sigurði.

„Fyrsti bílstjórinn hafði greinilega meiri áhyggjur af fallega bílnum sínum en manninum í hjólastólnum sem óskaði eftir leigubílaþjónustu. Fyrst hélt leigubílstjórinn því fram að hjólastóllinn kæmist ekki í skottið, sem var della, og síðan trommaði hann upp með það að maðurinn væri hlandblautur, sem hann var alls ekki.“

- Auglýsing -

Leigubílstjórinn gaf sig ekki varðandi þá fullyrðingu að maðurinn í hjólastólnum væri hlandblautur þrátt fyrir að Sigurður og maðurinn í hjólastólnum bentu viðkomandi leigubílstjóra að svo væri ekki; engir hlandblettir og engin lykt.

Skyldi vera ólögleitt hér á landi fyrir leigubílstjóra að neita fötluðu fólki um aðstoð eins og víða er í heiminum, til dæmis í Bretlandi?

- Auglýsing -

„Samt vildi leigubílstjórinn ekki keyra fullorðinn sjónskertan mann í hjólastól sína leið,“ segir Sigurður og heldur áfram:

„Þetta hélt ég ekki að ég myndi upplifa nokkurs staðar. En svo þegar hann var búinn að neita manninum um far, þá fór hann að næsta bíl til að vara hann við. Og viti menn, það gekk; allt í einu þurfti hinn leigubílstjórinn nefnilega að fara í útkall! Tveir karldurtar neituðu manninum um far þannig að ég beið með honum: En hann var farinn að spá í að gera eitthvað „drastískt“ þegar renndi að okkur afskaplega indæl kona sem fannst þetta allt hið minnsta mál, svo mér datt í hug að hún væri frá Hreyfli, hún var svo alúðleg.“

Konan „átti ekki orð þegar ég sagði henni frá framkomu hinna. Ég gat samt kvatt einn þakklátan mann og labbað aftur af stað og dást að öðru fólki. Fyrir utan hversu yfirgengilega dónalegt þetta er – ég skipti aldrei framar við þetta fyrirtæki – þá koma fram í þessu atvik ótrúlega miklir og inngrónir fordómar okkar Íslendinga almennt – allavega þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn af þrælslund einni saman – gagnvart öldruðum og fötluðum.“

Sigurður veltir vöngum yfir þessari neikvæðu upplifun sem hann og maðurinn í hjólastólnum lentu í gagnvart tveimur leigubílstjórum:

„Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei skilið, en mér datt í hug ein útskýring sem gæti hugsanlega verið rétt: Ég held að það sem liggur til grundvallar skítlegri framkomu við aldraða, öryrkja og allskyns fatlaða, sé í raun ótti. Óttinn við að verða gamall; fatlaður eða öryrki“ og nefnir að „frá óttanum við eitthvað er afskaplega stutt í afneitun. Fólkinu er ýtt til hliðar; það faldið; hent í þá vasapeningum og síðan er því gleymt. Fyrri bílstjórinn í Lækjargötunni, hefur greinilega verið skelfingu lostinn að þurfa að horfa upp á möguleg örlög sín. Best bara að hleypa honum ekki inn og gleyma honum. Þetta er óafsakanleg hegðun og það ætlar að verða þrautin þyngri að kenna íslenskum karlmönnum að losa sig við durtsháttinn. Foj!“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -