• Orðrómur

Veitingastaðir með sama nafni spretta upp fyrir vestan: Pönnukökur á heimsmælikvarða á Hólmavík

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er mikið að gerast í Strandasýslu. Á Hólmavík voru að opna hvorki meira né minna en tveir nýir staðir með veitingar á boðstólnum. Þeir voru báðir opnaðir síðastliðinn laugardag, Bistro 510 og Gistihús Hólmavíkur opnaði Bistro/kaffihús. Það er hrein tilviljun að báðir staðirnir nota Bistro í nöfnin á stöðunum.

 

Mannlíf talaði við annan eigenda Bistro 510, Aleksandar Kuzmanic en hann og kærasta hans Petra Ivancica eru eigendur veitingastaðarins.

- Auglýsing -

Aleksandar Kuzmanic og Petra Ivancica í nýja matarvagninum sínum Bistro 510                     Mynd: Quentin Monier

 

Parið Aleksandar Kuzmanic og Petra Ivancica koma frá Króatíu. Þau hafa búið á Hólmavík í um tvö ár og líkar vel þar. Þau hafa þó verið lengur á Íslandi og hafa búið bæði í Bjarnarfirði og á Reykhólum. Þau hafa verið á Íslandi  í um þrjú og hálft ár. Aleksandar ólst upp frá fæðingu í ferðamannabransanum í sínu heimalandi en langaði að breyta til.

- Auglýsing -

 

Hólmavík

Tilvalið að skella sér í sund og fá sér svo eitthvað í svanginn á Bistro 510

- Auglýsing -

Bistro 510 er staðsett við tjaldsvæðið og félagsheimilið en það er á vinstri hönd eftir að komið er inn í bæinn. Þau vildu bjóða upp á eitthvað alveg nýtt en ekki þetta hefðbundna, hamborga og þess háttar og ákváðu að bjóða upp á pönnukökur eða Crépes. Þar að auki er hægt að fá pylsur, bananasplit, kaffi, te, heitt súkkulaði og aðra drykki. Þau munu í nánustu framtíð, þegar þau hafa komið sér betur fyrir  í nýja matarvagninum sínum, bæta við úrvalið og jafnvel bjóða upp rétt dagsins.

 

Matseðill Bistro 510

Hér má sjá staðsetningu Bistro 510 merkta með gulum punkti

 

Mannlíf hefur hlerað hvernig pönnsurnar þeirra Aleksandar og Petru hafa runnið ofan í Hólmvíkinga og eru flestir sammála um það að þetta séu pönnukökur á heimsmælikvarða, sem allir verða að smakka.

 

 

 

 

 

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -