Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Tveir strákar illa slasaðir eftir hlaupahjólasárekstur: „Sáu ekki hvorn annan elsku drengirnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sæl. Mig langar að vita hvort það sé allt í lagi með strákinn sem var á hlaupahjóli í dag og lenti harkalega á strákinn minn sem var á reiðhjóli í undirgöngunum hjá Olís Gullinbrú. Slysið var rétt fyrir kl 13 í dag og var Harmrahverfismeginn.“

Þetta skrifar móðir innan Facebook-hóps íbúa í Grafarvogi í gær. Báðir piltarnir virðast nokkuð slasaðir en þó ekki lífshættulega að sögn foreldra. Atvikið hefur þó víðari skýrskotun því margir foreldrar hafa áhyggjur af öryggi rafhlaupahjóla. Fyrrnefnd móðir telur að í þessu tilviki hjálmurinn hafi bjargað.

Hún segir nánar frá málinu í færslunni: „Strákurinn var farinn þegar ég mætti að sækja strákinn minn sem var mikið slasaður. Sauma þurfti hökuna 4 spor. Marinn á gagnauga og kinn. Sár á olnboga. Bólginn með teygjubindi á hné og fékk heilahristing. Hjálmurinn bjargaði! Enn og aftur góð áminning um að allir eiga að nota hjálm. Þeir sáu ekki hvorn annan elsku drengirnir.. hræðilegt að það sé ekki handrið þarna þar sem þetta er blindandi beygja og slysahættan augljós! En ef þið þekkið þennan strák þá langaði mig til þess að vita hvort allt væri í lagi með hann?“

Faðir piltsins gefur sig fram og segir hann hafa slasast. „Hann var í miklu sjokki og illa farin á hné en hann jafnar sig. Þessi hlaupahjol geta verið mjög varasöm,“ segir hann í athugasemd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -