Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Tveir þeirra hafa nú skeinzt til að skila, en frá þeim þriðja er ókomið enn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú var tíðin að ræður þingmanna voru skrifaðar upp af ritara, en síðan eru liðin mörg ár; en nú eru 70 ár frá því að Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna.

Varð Alþingi þar með fyrst þinga í gjörvallri Evrópu til að treysta nær eingöngu á hljóðupptökur í stað þingskrifara við útgáfu ræðuhluta Alþingistíðinda.

Upptökutækin fornu og byltingarkenndu.

Og varð þá sú breyting á í þingsalnum að þingmenn gátu ekki lengur talað úr sæti sínu;  urðu að fara í ræðustól til að flytja ræður sínar – svo unnt væri að hljóðrita þær.

„Áður en Alþingi hóf að nota hljóðupptökur til að skrásetja ræður þingmanna var ráðið fólk til að taka niður ræður þingmanna. Þurftu þessir svokölluðu þingskrifarar að standast sérstakt próf í hraðritun,“ segir á Facebook-síðu Alþingis okkar Íslendinga.

Hér er meira:

„Eftirfarandi tilvitnun er frá árinu 1947 þar sem Páll Zóphóníasson, þingmaður Norður-Múlasýslu, gerir athugasemd við hversu lengi þingræður hans skila sér til þingsins:

- Auglýsing -
Páll Zóphóníasson.

„Herra forseti. Ég hef haft þann sið, síðan ég kom á Alþing, að reyna að lesa yfir þingræður mínar. Ég reyndi þetta líka í sumar, og þótt nú sé komið þing, eru ekki enn komnar til þingsins allar þingræður frá í fyrra. Nú hef ég heyrt, að forsetar hafi „honorerað“ alla þingskrifarana með því að ráða þá aftur, en ég veit, að frá þrem skrifurum voru ókomnar ræður í ágúst. Tveir þeirra hafa nú skeinzt til að skila, en frá þeim þriðja er ókomið enn. Ég vildi mælast til þess, að forsetar sæju um það, að þm. ættu þess sem fyrst kost að leiðrétta ræður sínar og að það þyrfti ekki að bíða alveg milli þinga, að þm. fengju að sjá þær, heldur gætu gert það, meðan á þingi stendur.“

Myndin er tekin í þingsal Alþingis, neðri deild, árið 1918. Þingskrifarar sitja fyrir miðju. Sigríður Zoega / Ljósmyndasafn Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -