2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tvíburabræður marggataðir hjá Þrótti

Afmælishátíð Þróttar fór fram á laugardagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Við það tilefni voru margir einstaklingar heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið og þeirra á meðal voru tvíburabræðurnir Ásmundur, bókaútgefandi og verslunareigandi, og Gunnar, leikari, leikstjóri og rifhöfundur, Helgasynir.

Við bræður vorum óvænt marggataðir í gærkvöldi á afmælishátíð Þróttar, ásamt fleira góðu fólki sem starfað hefur fyrir Þrótt úti og inni, kvölds og morgna, ár og síð,“ segir Ásmundur og birtir myndir af þeim bræðrum eldhressum með heiðursmerkin sem þeir fengu.

„Þarna sjást gullmerki Þróttar í okkur báðum, sitthvort merkið frá KRR og meira að segja fengum við silfurmerki KSÍ. Við erum hrærðir og glaðir og fullir fítonskrafti að halda áfram að styðja okkar dásamlega félag.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is