Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Slysasaga eldgosa: Tvö létust við gosstöðvarnar – 270 tóku þátt í leit með sleðum, hundum og þyrlu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var að kvöldi páskadags, 4. apríl árið 2010 að karlmaður og tvær konur lögðu af stað í útsýnisferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi.

Það er síðan eftir miðnætti að fólkið hefur samband við lögreglu þar sem þau höfðu fest jeppling sinn úti í á. Þau voru villt og gátu ekki gefið upplýsingar um hvar þau voru stödd. Það reyndu að lýsa staðháttum með litlum árangri en gátu þó sagt að þau sæju til eldstöðvanna á Fimmvörðuhálsi.

Lögregla brást snöggt við og hófst fimm klukkustunda leit sem engann árangur bar. Það er síðan um morgunin að fólkið hringir aftur, segist hafa tekist að losa bílinn og hyggist halda til byggða.

Aðeins einn af þremenningunum náði því.

Ekið í ranga átt

Eftir þetta spurðist ekkert til ferða þeirra. Svo virðist sem að þau hafi ekið í ranga átt, í norðaustur, upp í Emstrur og áfram þangað til bíllinn varð bensínlaus. Höfðu þeir, sem þekktu til, á orði að það hafi verið ótrúlegt að þau hafi komist þetta langt á ekki öflugri bíl en Honda jeppling.

- Auglýsing -

Ættingjar fólksins voru eðlilega hræddir og höfðu samband við lögreglu daginn eftir, þann 5. apríl, og lýstu áhyggjum sínum. Í kjölfarið fór af stað víðtæk leit að þeim. Leitin var umfangsmikil en ríflega 270 manns tóku þátt þegar mest var, á bílum, fótgangandi, snjósleðum og gönguskíðum auk þess sem leitarhundar og þyrla Landhelgisgæslunnar komu að leitinni.

Skelfilegt veður

Byrjað var að leita fólksins með því að rekja hvar farsímarnir þeirra hefðu verið. Að sögn Jóns Hermannsson, sem stjórnaði leitinni, reyndu björgunasveitarmenn að setja sig inn í hugaheim fólksins. Hvað það hefði talið best að gera og í hvaða átt það hefði mögulega geta gengið miðað við veðrið á svæðinu.

- Auglýsing -

Afar vont vekur var á svæðinu þegar fólkið villtist, líklega hvöss norðanátt og skafrenningur, hugsanlega ofankoma. Jón segir að fólkið hafi haldið sig við veginn og nálægt honum. Það hafi því áttað sig á því hvaðan veðrið var að koma.

Fólkið var ekki verið vel undirbúið. Það var illa búið til útivistar og hafði litliar eða engar vistir með sér.

Líklegast er að fólkinu hafi líklega orði of kalt til að halda til í bílnum enda var hann bensínlaus.

Leitað hjálpar

Um miðjan dag á annann í páskum, mánudag, fer karlmaðurinn af stað, fótgangandi, að leita eftir hjálp.

Konurnar fóru svo gangandi frá bílnum með einhverju millibili þann 6. apríl. Sú fyrri fannst fannst látinn um 700 metra suðvestur af bílnum. Skömmu áður hafði hin konan fundist eftir 14 kílómetra göngu, á gangi ofan Einhyrnings. Karlmaðurinn fannst látinn það sama kvöld, um 5 kílómetra suðvestur af bílnum.

Því miður varð það tveimur að bana að fara og leita eftir hjálp og í kjölfarið ítrekuðu björgunarsveitirnar að yfirgefa aldrei bíl við aðstæður sem þessum. Það hafi leitt til þessa hörmulega atburðar.

Konan sem lifði af reyndist ótrúlega vel á sig haldin var fljótlega útskrifuð af spítala.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -