• Orðrómur

Tvö lík fundust á K2 – Ekki staðfest að annað líkið sé af John Snorra

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nú er búið að staðfesta að annað líkið sé af Ali Sa­dp­ara, sem hvarf á tind­in­um fimmta fe­brú­ar ásamt John Snorra Sig­ur­jóns­syni og Juan Pablo Mahr. Ekki hefur fengist staðfest að hitt líkið sé af John Snorra.

Það var hóp­ur sjerpa fann lík­in, að sögn Garrett Madi­son, sem er nú stadd­ur í þriðju búðum á fjall­inu K2. Í viðtali við Explor­er Web segir hann að teymið hafi unnið að því að festa reipi fyr­ir ofan fjórðu búðir þegar lík­in tvö fund­ust; annað líkið var klætt gul­um og svört­um föt­um, en bæði John Snorri og Juan Pablo Mohr voru klædd­ir þeim lit­um þegar þeir týnd­ust.

- Auglýsing -

Son­ur Ali, Sajid Sa­dp­ara, á fjall­inu nálægt staðnum sem lík­in fund­ust; hann kom í fjórðu búðir fjalls­ins ásamt teymi sínu í dag.

Eins og alþjóð veit reyndi John Snorri að verða einn þeirra fyrstu til að klífa tind K2 – sem er hættulegasta fjall til klifrunar í heiminum og hefur tekið ótal mannslíf – að vetri til; John Snorri var fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að kom­ast á K2.

- Auglýsing -

Nú er beðið frétta af því hvort annað líkið sé af John Snorra.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -