Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Tvö lík fundust á K2 – Ekki staðfest að annað líkið sé af John Snorra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er búið að staðfesta að annað líkið sé af Ali Sa­dp­ara, sem hvarf á tind­in­um fimmta fe­brú­ar ásamt John Snorra Sig­ur­jóns­syni og Juan Pablo Mahr. Ekki hefur fengist staðfest að hitt líkið sé af John Snorra.

Það var hóp­ur sjerpa fann lík­in, að sögn Garrett Madi­son, sem er nú stadd­ur í þriðju búðum á fjall­inu K2. Í viðtali við Explor­er Web segir hann að teymið hafi unnið að því að festa reipi fyr­ir ofan fjórðu búðir þegar lík­in tvö fund­ust; annað líkið var klætt gul­um og svört­um föt­um, en bæði John Snorri og Juan Pablo Mohr voru klædd­ir þeim lit­um þegar þeir týnd­ust.

Son­ur Ali, Sajid Sa­dp­ara, á fjall­inu nálægt staðnum sem lík­in fund­ust; hann kom í fjórðu búðir fjalls­ins ásamt teymi sínu í dag.

Eins og alþjóð veit reyndi John Snorri að verða einn þeirra fyrstu til að klífa tind K2 – sem er hættulegasta fjall til klifrunar í heiminum og hefur tekið ótal mannslíf – að vetri til; John Snorri var fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að kom­ast á K2.

- Auglýsing -

Nú er beðið frétta af því hvort annað líkið sé af John Snorra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -