Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Tvö smit greind á Vestfjörðum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tvö Covid-19 smit hafa verið greind á Vestfjörðum en beðið er mótefnamælingar úr öðru sýninu, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Annar þeirra smituðu er erlendur ríkisborgari með ísfirskt lögheimili sem kom í fyrradag heim frá Evrópu. Þegar hann var kominn heim hafði hann fengið bæði einkenni og svar um jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku við landamæri. Hinn einstaklingurinn er ferðamaður á húsbíl sem greindist smitaður við komuna til landsins. Ferðamaðurinn bíður í farsóttahúsi eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

„Þessi smit undirstrika mikilvægi þess að bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sýni varkárni, líka við hér vestur á fjörðum sem höfum kannski vonað að við gætum sloppið vel þetta skiptið,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum.

Á landinu öllu eru nú 58 manns með staðfest smit í einangrun og 454 manns eru í sóttkví.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -