Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Twitter-vináttan varð að fyrirtæki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vinátta þeirra Ragnheiðar Axel Eyjólfsdóttur og Liljars Más Þorbjörnssonar kviknaði á Twitter en þróaðist þannig að tveimur árum síðar höfðu þau stofnuðu þau fyrirtækið Og natura.

„Við kynntumst á Twitter. Þannig urðum við fyrst vinir og komumst fljótlega að því að við vorum nágrannar og höfðum svipuð áhugamál, svo sem pizzur, bjór og hunda,“ segir Ragnheiður, einn eigandi Og natura.

Einn daginn bráðvantaði Ragnheiði pössun fyrir hundinn sinn og óskaði eftir slíkri á Twitter, það endaði með því að Liljar bauð fram aðstoð sína. „Þá höfðum við þekkst örugglega í ár en aldrei hist. Við hittumst sem sagt fyrst í raunheimi þegar ég fór með Atari hundinn minn í  viku pössun til Liljars. Eftir það erum við búin að vera perluvinir.“

Umhverfisvænt brugghús

Seinna meir, í spjalli yfir pítsu og bjór, spratt upp sú hugmynd hjá Ragnheiði og Liljari að búa til áfenga drykki.

„Fjölskyldan mín á fyrirtækið Íslensk hollusta og við erum með gríðarlegt magn af villtum jurtum, þangi og berjum. Mikið magn berja er vannýtt á Íslandi og okkur langaði að skapa verðmæti úr þeim, þannig að okkur Liljari langaði að búa til bjór sem dansar á línunni við að vera náttúruvín. Þá fór þetta allt saman að rúlla og við fórum í kjölfarið að framleiða íslenskt vín. Krækiber hafa lengi verið nýtt til að gera vín hérlendis og í raun eina hefðin í íslenskri víngerð,“ segir Ragnheiður.

Mikið magn berja er vannýtt á Íslandi og okkur langaði að skapa verðmæti úr þeim.

Í dag hafa þau Liljar ásamt fjölskyldu Ragnheiðar stofnað fyrirtækið Og natura sem sérhæfir sig í framleiðslu áfengra drykkja úr íslensku hráefni. „Við leggjum áherslu á að nota náttúrlegt hráefni og sem minnst af kemískum efnum, einnig er brugghúsið okkar er heitavatnsknúið og umhverfisvænt.“

- Auglýsing -

Ragnheiður segir fólk hafa mikinn áhuga á náttúruvíninu sem þau Liljar framleiða. „Til dæmis hefur krækiberjavínið okkar vakið lukku og er fyrsti árgangur nánast uppseldur,“ segir hún kát.

Mynd / Frikkx

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -