Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Úlfar Örn sýnir verk sem hann vann í Aþenu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á laugardaginn mun myndlistarmaðurinn Úlfar Örn  opna sýninguna Rætur í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg 4. Þar sýnir hann fígúratíf verk sem unnin eru á árinu 2019, málverk og silkiprent.

 

Í vor dvaldi Úlfar á vinnustofu í Aþenu, Kypseli Print Studio, hjá myndlistarkonunni Eleanor Lines og vann þar silkiprent af verkum sínum sem hann sýnir nú.

Úlfar Örn lærði grafíska hönnun og í MHÍ í Reykjavík og myndskreytingar í Konstfack í Stokkhólmi. Hann hefur unnið við hönnun, auglýsingagerð og myndskreytingar í mörg ár en samhliða alltaf unnið að list sinni.

Hann er þekktur fyrir áhugaverða nálgun sína í olíumálverkum af íslenska hestinum þar sem augað er í forgrunni og verk hans prýða bæði opinberar byggingar og mörg einkasöfn. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum erlendis.

Sýningin Rætur opnar klukkan 14:00 á laugardaginn, 2. nóvember, og stendur yfir til 13. nóvember. Gallery Grásteinn er opið alla daga vikunnar frá kl. 10-18 nema til kl. 17 á sunnudögum.

Mynd / Aðsend

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -