• Orðrómur

Úlfar Örn sýnir verk sem hann vann í Aþenu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á laugardaginn mun myndlistarmaðurinn Úlfar Örn  opna sýninguna Rætur í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg 4. Þar sýnir hann fígúratíf verk sem unnin eru á árinu 2019, málverk og silkiprent.

 

Í vor dvaldi Úlfar á vinnustofu í Aþenu, Kypseli Print Studio, hjá myndlistarkonunni Eleanor Lines og vann þar silkiprent af verkum sínum sem hann sýnir nú.

Úlfar Örn lærði grafíska hönnun og í MHÍ í Reykjavík og myndskreytingar í Konstfack í Stokkhólmi. Hann hefur unnið við hönnun, auglýsingagerð og myndskreytingar í mörg ár en samhliða alltaf unnið að list sinni.

- Auglýsing -

Hann er þekktur fyrir áhugaverða nálgun sína í olíumálverkum af íslenska hestinum þar sem augað er í forgrunni og verk hans prýða bæði opinberar byggingar og mörg einkasöfn. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum erlendis.

Sýningin Rætur opnar klukkan 14:00 á laugardaginn, 2. nóvember, og stendur yfir til 13. nóvember. Gallery Grásteinn er opið alla daga vikunnar frá kl. 10-18 nema til kl. 17 á sunnudögum.

Mynd / Aðsend

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sögð kjörkuð að mála nakta kvenlíkama

Níu ára lenti hún í slysi og missti sjón á vinstra auganu. Hún lá á sjúkrahúsi í...

Á yfir 900 listaverk

Skúli Gunnlaugsson hjartalæknir hefur ódrepandi áhuga á íslenskri samtímalist og byrjaði að safna myndlist fyrir u.þ.b 15...

Segir stærstu mistökin að láta sig hverfa úr lífi barnanna

Ný og spennandi Vika kemur á sölustaði á morgun. Að þessu sinni prýðir Valgerður Halldórsdóttir forsíðuna.  „Flestar stjúpmæður...

Hvetur fullorðna til að hlusta á ungu kynslóðina

Myndlistamaðurinn Ólafur Elíasson gefur ungu kynslóðinni tækifæri til að tala fyrir hönd náttúrunnar í nýju verki, smáforritinu...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -