Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Umboðsmaður Alþingis spyr um hæfi Bjarna við sölu Íslandsbanka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Umboðsmaður Alþingis spyr um hæfi fjármálaráðherra við sölu Íslandsbanka

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra fyrirspurn um sölu Íslandsbanka; er sérstaklega spurt um hæfi hans hvað varðar sölu á hlut ríkisins til félags í eigu föður hans.

Umboðsmaður vill að fjármálaráðherra upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt hvað varðar söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf., sem er félag í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna fjármálaráðherra.

Kemur fram á ruv.is að Hafsilfur keypti hlut í Íslandsbanka fyrir um 55 milljónir króna; sagði Bjarni sjálfur að kaup föður hans í bankanum hefðu komið honum á óvart.

Einnig spyr umboðsmaður hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að öruggt væri að gætt hefði verið að öllum reglum stjórnsýslualaga um sérstakt hæfi er kom að ákvörðunum Bjarna um hvort tilboð skyldu samþykkt eða hafnað.

Í bréfi umboðsmanns Alþingis til Bjarna fjármálaráðherra, sent í gær, kemur fram að ekki verði ráðið að í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafi verið fjallað sérstaklega um sölu á hlutum í Íslandsbanka til Hafsilfurs ehf., félags í eigu föður ráðherra, eða um álitamál um hæfi ráðherrans í því sambandi.

- Auglýsing -

Segir einnig að ekki verði heldur séð að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafi tekið rökstudda afstöðu til þessa atriða.

Lesa má á vefsíðu umboðsmanns Alþingis að almennt fjalli umboðsmaður eigi um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi á grundvelli eftirlitshlutverks þess og umboðsmaður hafi því haldið að sér höndum vegna málsins fram að þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -