Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Umfangsmesta dýravelferðarmál Íslands – „Engar upplýsingar um hvort bóndinn er kominn til starfa“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp hér á landi, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þetta staðfesti Jón Sigurður Ólason, lögreglustjóri á Vesturlandi, í samskiptum við blaðamann Mannlífs í dag. „Það er í rannsókn og verið að afla gagna.“ 

Líkt og Mannlíf greindi frá fyrr á árinu, kærði Matvælastofnun málið til lögreglu í febrúar síðastliðnum, en um var að ræða alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi. Alls voru á þriðja tug nautgripa, 200 kindur og fimm hænur sem drápust á bænum eða þurfti að aflífa. Þá var þeim 300 kindum sem eftir voru, tryggð fóðrun og umhirða. Aðspurður hvort bóndinn væri snúinn aftur til starfa kvaðst Jón lögregluna ekki hafa upplýsingar um það. „Við höfum engar upplýsingar um hvort bóndinn er kominn til starfa eða ekki,“ sagði Jón en Matvælastofnun bannaði bóndanum tímabundið allt dýrahald eða þar til dómur myndi falla í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -