• Orðrómur

Umhverfisvæn búð: Leigðu bás og græddu á gamla dótinu þínu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Texti: Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir

Verslanir sem aðhyllast umhverfisvernd og endurnýtingu njóta sívaxandi vinsælda. Nytjamarkaðir hafa verið hér á landi í hartnær 100 ár svo endurnýting er engin nýlunda . Á síðustu misserum hafa bæst við verslanir með eilítið öðruvísi sniði. Þær verslanir bjóða upp á básaleigu og þar geta viðskiptavinir selt varning sem þeir eru hættir að nota. Með því að nýta nytjamarkaði og verslanir sem bjóða upp á þennan möguleika er hægt er að spara töluverðar fjárhæðir og vera umhverfisvænn í leiðinni. Á þessum vettvangi gefst viðskiptavinum einnig tækifæri á því að næla sér í peninga með því að gefa fatnaði og varningi áframhaldandi líf.

Verzlanahöllin býður upp á vistvænar innkaupakörfur          Mynd: G. Almuthayli

- Auglýsing -

Vistvænar verslanir sem bjóða upp á meðal annars áfyllingar á hinum ýmsu vörutegundum hafa notið aukinna vinsælda hér á landi.  Segja má að verið sé að hverfa aftur til fortíðar að einhverju leyti, þó að auðvitað séu aðrar ástæður og aðstæður í dag en þá. Mannlíf skellti sér í miðbæinn og kynnti sér tvö ný fyrirtæki sem bjóða upp á básaleigu og vistvæna verslun.

Verzlanahöllin að Laugarvegi 26 er merkilegt hús með langa verslunarsögu, byggt árið 1960. Verzlanahöllin hóf þar starfsemi árið 1977 og hýsti þá 11 verslanir, mæðgurnar ákváðu að halda gamla nafninu. Nánast allt er endurnýtt innanstokks og óhætt að segja að hugsað hafi verið fyrir öllum smáatriðum á mjög smekklegan og snjallan máta.

- Auglýsing -

Mæðgurnar og fjölskyldur þeirra, án aðstoðar, tókst að gera allt sem gera þurfti og gerðu það mjög vel og á skömmum tíma. Þeirra aðferð fól ekki einungis í sér endurnýtingu, hugvit og sparnað heldur njóta viðskiptavinir og básaleigjendur góðs af því að öllum kostnaði var haldið í eins miklu lágmarki og unnt er.

Á staðnum er mjög flott leikaðstaða fyrir börn, sófasett ásamt kaffi og með því í boði hússins. Mikill kostur er að geta leyft börnum og þreyttum mökum að slaka á meðan skoðaðar eru þær fjölmörgu vörur sem í boði eru, eða á meðan bás er settur upp eða tekinn niður.

Nú þegar fermingarnar eru á næsta leiti má nefna það að hægt er að fá mjög falleg fermingarföt og skó bæði á stelpur og stráka á mjög góðu verði og spara þannig umtalsverðar fjárhæðir.

- Auglýsing -

Mæðgurnar Vilborg Norðdal, Þórdís V. Þórhallsdóttir og Sveindís Anja V. Þórhallsdóttir opnuðu nýverið Verzlanahöllina sem býður upp á 158 bása til útleigu og Fermata, vistvæna verslun sem býður upp á áfyllingar ýmissa vörutegunda, og aðrar vistvænar vörur.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -