Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

„Umtalað að þessi sundlaug sé ein sú leiðinlegasta á landinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári nokkur gagnrýnir Sundlaug Egilsstaða harðlega í færslu sinni á Facebook í dag. Vill hann meina að laugin sé alls ekki skemmtileg fyrir börn og tími sé kominn á breytingar.

„Núna síðasta fimmtudag var bekkjarhittingur hjá 6-7 ára krökkum og var ákveðið að fara í sund. Mér skylst að það hafi verið búið að láta vita af því vel fyrirfram. Eins og margir vita þá hef ég ekki mikið álit á Sundlauginni á Egilsstöðum en fyrir því eru nokkrar ástæður,“ segir Kári í upphafi færslu sinnar.

Segir hann að steininn hafi tekið úr þegar tilkynnt var að ekki væri hægt að kveikja á rennibrautinni á meðan barnahópurinn var í lauginni. „Fjörutíu krakkar og nákvæmlega ekkert að gera, sem sagt annað en að reyna að finna sér eitthvað að gera. Nei, það mátti ekki trufla fólkið sem var í heitapottinum/rennibrautarlauginni sem breytt var í heitapott í stað þess að fýra upp hitann í barnalauginni. Nota bene, það var 1 í heitapottinum fyrir utan 15 krakka og 20 foreldra að reyna að hafa ofan af fyrir þeim,“ segir Kári ennfremur í færslunni.

Þá segir Kári ekki nein leikföng vera í lauginni, annað en tveir belgir. Boltarnir sem eru þar segir hann yfirleitt loftlausa eða í eigu gesta sem gleymdu þeim. „Að „barnalaugin“ skuli nánast án undantekninga vera svo köld að börnin eru yfirleitt með bláar varir og þeir fullorðnu með hroll í langan tíma eftir að hafa verið þar.“ Einnig gagnrýnir Kári það að rennibrautin, sem hafi skemmtanagildi fyrir krakkana, sé aðeins opin 6 mánuði á ári.

Aukreitis segist hann hafa mjög gaman af því að fara í sund víðsvegar á landinu enda um góða fjölskylduskemmtun að ræða. „Það er hinsvegar eiginlega ekki hægt að segja það um sundlaugina á Egilsstöðum nema kannski yfir blá sumarið þegar að rennibrautin sem reyndar má muna fífil sinn fegurri er í gangi og ég farinn að kalla þetta ostaskerann, enda kemur maður yfirleitt með einn skurð úr henni.“ Í samtali við blaðamann sagði Kári að rennibrautin sé sú sama og reis þegar sundlaugin var opnuð í kringum 1995.

Segist hann vilja nú safna saman fólki og krefjast úrbóta á lauginni. „Mér finnst alveg út í hött að jafn stór staður og Egilsstaðir geti ekki boðið bæjarbúum, fólkinu sem á heima hérna sem og þeim ferðamönnum sem koma hér við upp á betri aðstöðu en boðið er upp á í dag.“ Fullyrðir hann að það sé umtalað að „þessi sundlaug sé ein sú leiðinlegasta á landinu, þá er ég ekki að skilja útundan innisundlaugar í hinum ýmsu bæjarfélögum.“

- Auglýsing -

Að lokum segist Kári vilja biðla til fólks sem vill breytingar. „Ekki misskilja mig, þessi sundlaug er á ágæt sem sundlaug. En sem áfangastaður fyrir krakka og fjöskyldufólk er hægt að gera mun betur. Vonandi vekur þetta áhuga þeirra sem lesa, það er nefnilega ýsmisslegt sem hægt er að gera þegar við tökum okkur mörg saman. Hætta að tala um þetta eins og þetta sé eitthvað bákn sem megi ekki tala um án þess að það sé farið beint í peningaskotgröfina eða að bæjarbúar eigi að taka sig saman og kaupa eitthvað.“ Aukinheldur segir hann að það sé sjálfsögð réttindi þeirra sem búa á svæðinu að fleira sé uppfært í lauginn en „dúkurinn á þessum 26 eða 27 árum sem hún er búin að vera á þessum stað þessi sundlaug.“

Fær færslan talsverða athygli á Facebook en Þorsteinn nokkur segist vera algjörlega sammála honum og Hilmar segist frekar kjósa að fara í sund niðri á fjörðum. „Skelfileg aðstaða. Maður kýs það miklu frekar að renna niður á Eskifjörð eða Norðfjörð til að fara í sund, meira að segja fólk sem býr á Egilsstöðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -