• Orðrómur

Ung kona í stjórnlausum akstri um gras og gangstéttar: Lögreglumenn hlupu hana uppi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ung kona missti stjórn á sér þegar lögregla reyndi að stöðva hana í Grafarvogi. Akstur hennar þótti í senn undarlegur og ofsafenginn. Lögreglan setti upp blá ljós og sírenur en konan tók engum sönsum og reyndi að hrista lögregluna af sér. Hún ók bifreið sinni yfir gras og eftir gangstéttum en stöðvaði svo að lokum og tók á sprett í von um að sleppa undan hrammi laganna. Unga konan var samt handtekin af fótfráum lögreglumönnum. Hún er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna, margþætt umferðarlagabrot, og fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hennatr bíður nú refsing í samræmi við brotið.  Á allt öðrum stað og löngu síðar var annar ökumaður stöðvaður átakalaust og er sá grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Seinnipartinn í gær voru tveir menn handteknir við verslunarmiðstöð.  Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á fatnaði og voru þeir vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá voru þjófar á ferli inni á heimili í miðborginni. Þeir stálu vegabréfum, fartölvum og fleiru.

Maður í annarlegu ástandi var fangelsaður eftir að hafa ráðist á dyravörð á veitingastað ímiðborginni.  Hann var færður í fangaklefa og læstur inni. Um svipað leyti börðu tveir menn þann þriðja ítrekað í höfuðið. Árásarmennirnir hlupu síðan á brott en fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.

- Auglýsing -

Á  Reykjanesbraut bar það til tíðinda að ungur ökumaður ók á hartnær tvöföldum hámarkshraða.  Hraði bifreiðarinnar mældur 130 kílometrar. þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar.  Ökumaðurinn, 17 ára var færður í lögreglubíl og hringt í mömmu hans og  hennigerð grein fyrir málinu. Barnavernd fékk einnig tilkynningu.

Önnur helstu tíðindi næturinnar eru að nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og grunaðir um akstyr undir áhrifum. og einn var grunaður um brot á lyfjalögum. Um miðja nótt var tilkynnt um mann sem datt illa af rafmagnshlaupahjóli í miðborg Reykjavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -